Af hverju er sýktu síldinni ekki slátrað?

sild.jpgNú eru rúm 3 ár síðan fyrst varð vart við sýkingu í sumargots síldinni sem hefur þjappað sér inni á Grundarfirði og fleiri innfjörðum Breiðafjarðar svo sem Kolgrafarfirði, undanfarin ár. Sýkingarhlutfall samkvæmt nýjustu mælingum er frá 45% og uppí 65% af þeirri síld sem þarna er. Einnig er talið að sýking leiði til dauða. Ef svo er og þær upplýsingar sjómanna eru réttar að mikið sé um dauða síld á botni Grundarfjarðar þá vaknar sú spurning, af hverju er ekki þessari síld slátrað og hún nýtt í bræðslu? Alkunna er að ef dauð síld lendir saman við lifandi síld í tönkum veiðiskipa þá er allur aflinn óhæfur til vinnslu. Ef við værum að tala um sýkingu í búfé þá væri ekki svona sleifarlag látið viðgangast. Alþekkt er hvernig Creutzfeldt–Jakob syking í nautgripum og riðuveiki í sauðfé kallar á tafarlausan niðurskurð alls búpenings. En þegar um fiskstofn er að ræða þá þykir í lagi að stofna lífríkinu í hættu. Þetta gengur ekki upp. Grundarfjörður er smitbæli fyrir stofninn. Hann þarf að sótthreinsa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband