Nú eru rúm 3 ár síðan fyrst varð vart við sýkingu í sumargots síldinni sem hefur þjappað sér inni á Grundarfirði og fleiri innfjörðum Breiðafjarðar svo sem Kolgrafarfirði, undanfarin ár. Sýkingarhlutfall samkvæmt nýjustu mælingum er frá 45% og uppí 65% af þeirri síld sem þarna er. Einnig er talið að sýking leiði til dauða. Ef svo er og þær upplýsingar sjómanna eru réttar að mikið sé um dauða síld á botni Grundarfjarðar þá vaknar sú spurning, af hverju er ekki þessari síld slátrað og hún nýtt í bræðslu? Alkunna er að ef dauð síld lendir saman við lifandi síld í tönkum veiðiskipa þá er allur aflinn óhæfur til vinnslu. Ef við værum að tala um sýkingu í búfé þá væri ekki svona sleifarlag látið viðgangast. Alþekkt er hvernig CreutzfeldtJakob syking í nautgripum og riðuveiki í sauðfé kallar á tafarlausan niðurskurð alls búpenings. En þegar um fiskstofn er að ræða þá þykir í lagi að stofna lífríkinu í hættu. Þetta gengur ekki upp. Grundarfjörður er smitbæli fyrir stofninn. Hann þarf að sótthreinsa
Fyrrverandi áhugamaður um frjálst þjóðfélag. Núverandi áhugamaður um spillingu Og vegna þess að ég er öllum óháður, þá óska ég ekki eftir að komast í bloggvina sambönd. Öllum vinabeiðnum verður því hafnað. Vinsamlega ekki taka það persónulega. Þeim sem vilja hafa samband er bent á póstfangið, jlaxdal@internet.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.