Krosstengsl flokkanna

Er nema von að hugtakið fjórflokkurinn hafi festzt í sessi þegar við horfum á kjörna fulltrúa flokkanna og rýnum í debet og credit hjá þeim. Innan flokkanna þarf að fara fram heiðarlegt uppgjör og það er ekki nóg að tala. Það þarf að fara fram lúsahreinsun þannig að flokksvillingarnir verði reknir úr flokkunum og til síns heima. Tökum sem dæmi Jón Gunnarsson, af hverju er hann í Sjálfstæðisflokki en ekki Framsókn. Lilja Móses í Hreyfingunni. Ásmundur Einar og Björn Valur í Framsókn. Árni Páll og Magnús Orri í Sjálfstæðisflokki. Þorgerður Katrín heima hjá sér. Mörður í VG. Atli á heilsuhæli. Eygló í Samfylkingunni. Árni út í Eyjum. Unnur Brá í anger management. Og Höskuldur í Sjálfstæðisflokknum. Flokksvillingarnir eru alls staðar. Frambjóðendur hafa valið sér flokka með tilliti til mögulegs þingsætis án tillits til hvort menn hafi átt samleið með stefnu flokksins. Skýrasta dæmið um það er Sigmundur Ernir! Flokkakerfið ber ábyrgð á því hvernig tækisfærismennskan og prófkjörin hafa rutt niður öllum girðingum. Á þessu þarf að ráða bót.

Skýrið línurnar takk svo við getum tekið upp persónukjör


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þráinn valdi Framsóknarflokkinn, var hafnað, stökk þá á Hreyfinguna og var kosinn á þing,

 er Vinstri Grænn í dag.

Aðalsteinn Agnarsson, 5.2.2011 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband