En hvað um ESB, Bjarni?

bjarniben.jpgÞað eru mistök hjá Davíð og stuttbuxnadeildinni að efna til innanflokkserja vegna icesave. Flokkurinn ber ábyrgð á icesave og því fyrr sem hann kyngir þeim viðbjóð, þeim mun fyrr rís Sjálfstæðisflokkurinn úr kútnum. Þetta er pólitískt mat Bjarna Ben og ég er honum sammála. Hins vegar er annað mál sem hefur klofið þjóðina í herðar niður og það er ESB umsóknin. Þar sem allri rýnivinnu er nú að ljúka má gera ráð fyrir stuttum tíma til að ljúka þessum samningum, innan við ári spái ég. Hér held ég að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft að skerpa skilin.  Skrýtið að Davíð og herforingjar hans, þeir Styrmir og Björn, hjá Evrópuvaktinni, skuli ekki hafa virkjað ítök sín í flokknum til að vinna gegn aðild. Icesave málið er tapað. Þingið mun samþykkja þennan samning og forsetinn mun ekki neita að skrifa undir. Það held ég sé flest öllum ljóst. Og það er of seint núna fyrir Davíð að breyta um taktík. Stríðshanskanum hefur verið kastað og Bjarni Ben mun fara með sigur í viðureigninni við skrímsladeildina.  Afleiðingin mun verða breytt pólitískt landslag. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur munu ná saman um innlimun landsins í ESB og Framsókn mun þurrkast út. VG verður svo aftur 10% flokkur menntamanna og listasnobbliðs sem mun halda áfram að tala um mikilvægi skapandi lista. En það mun ekki ná eyrum ráðamanna í Brussel. Þeir munu umbera okkur eins og við umberum lúsina. Ef við verðum til vandræða þá munu þeir kremja okkur. Ef við látum lítið á okkur kræla þá fáum við að lifa
mbl.is Lófaklapp í lok ræðu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það kemur næst Jóhannes. Svona er lífið loks að leika við okkur.

Guðlaugur Hermannsson, 5.2.2011 kl. 14:26

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessa færslu skrifaði ég snemma í morgun og birti löngu fyrir fundinn. Síðan tengdi ég hana þessari frétt með breyttum haus. Ef síðustu fréttir frá Valhöll eru réttar, þá fara Bjarni og hans menn af fundi sem sigurvegarar og allt sem hér var ritað mun rætast. Þetta mun marka endalok skrýmsladeildarinnar og er það vel. Við þurfum að losna við Davíðsheilkennið úr íslenskri pólitík fyrir fullt og allt. Davíð þarf að átta sig á þessu og snúa sér að öðrum áhugamálum. Varla vill hann enda eins og Ólafur Stephenssen?
Hins vegar stendur ESB málið ennþá þversum í flokknum. Hvernig Bjarni leysir það verður spennandi að sjá.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.2.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jóhannes" þú vilt semsagt hafa stuttbuxnadeildina áfram. Hverfi Dvíðs "heilkennið" úr flokknum mun hann fjara út og verða 10% flokkur. En þetta kemur allt í ljós, við skulum bara hafa þetta í góðu þangað til. KV Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.2.2011 kl. 16:05

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef stuttbuxnadeildin vex upp í að verða ný náhirð þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Ég óx upp úr Sjálfstæðisflokknum þegar ég var 17 ára Þeir menn sem vilja hér endurupplifa tímann fyrir hrun með sömu mönnum og þá réðu eru aumkunarveðir

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.2.2011 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband