Má Mái eiga banka?

Samherji hefđi aldrei náđ ađ vaxa eins og raunin varđ á árunum 1997-2008 án ađstođar Kaupţing banka og seinna Glitnis. Engum var ţetta ljósara en  Ţorsteini Má Baldvinssyni. Ţess vegna lagđi hann mikla áherzlu á ađ tryggja sér ráđandi stöđu í Glitni, sem honum tókst undir ţađ síđasta. Ţáttur Ţorsteins sem stjórnarformanns Glitnis, í hruninu hefur ekki veriđ rannsakađur. Hvernig stendur á ţví? Og nú er Ţorsteinn kominn af stađ og vill nú eignast MP Banka. Rétt er ađ spurt sé, og spurningunni beint til FME; "Má Mái eiga banka?"  Og hverjir eru ţessir huldumenn sem eru alls stađar á sveimi eins og hrćmigur? Hverjir voru ţessir Tríton menn sem áttu ađ tryggja Samherja yfirráđ yfir verksmiđjum Icelandic Group? Og hverjir eru ţessir Títan menn sem vilja leggja til fé til kaupa á MP Banka? Er ţetta sama fjármagniđ undir mismunandi kennitölu? Flókin og óljós eignatengsl áttu mestan ţátt í hruni gömlu bankanna. Ćtlar FME ađ endurtaka hér leikinn? Auđvelt ćtti ađ vera ađ setja reglu sem bannar ađ félag eigi ráđandi hlut í öđru félagi. Jafnvel kćmi til greina ađ takmarka slíka eign viđ mjög lítinn hlut. Til dćmis 10-15%. En hefur ţađ veriđ lagt til? Nei,  hér voru gerđar smábreytingar á fjármálalöggjöfinni í tíđ Gylfa en ţćr náđu ansi skammt og ekki er ađ sjá neitt frumkvćđi frá Viđskiptanefnd ţingsins ţrátt fyrir tal um meira frumkvćđi og ađskilnađ frá framkvćmdavaldi og bla bla bla...
mbl.is Títan og Samherji leiđa hóp fjárfesta í MP banka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband