Hvað um kjúklinga og svínabændur?

Mikil hræsni og tvískinnungur finnst mér lýsa sér hjá löggjafanum að setja sérlög fyrir nautgripi en horfa fram hjá skepnulegum aðbúnaði í verksmiðjuvæddum kjúklinga og svínabúum landsins.
En aðbúnaður dýra er ekki bara dýraverndunarmál, þau eru ekki síður neytendamál. Neytendur þurfa að taka sig saman og hætta að kaupa kjúklinga, egg og svínakjöt sem framleitt er í þessum verksmiðjum. Það er ekkert mál.  Ég hef sjálfur sett mér svona siðferðisviðmið og komist ágætlega af án þessara matvara.

mbl.is Kúabændur sektaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ráðsi

Svo er nú gaman að segja frá því að í reglum um aðbúnað nautgripa er það þannig að geldneyti eða naut má ekki vera bundið á bás, heldur þarf það að vera í stíu og getað hreift sig. En kýr þarf að fá að fara út á sumrin í tiltekinn tíma en húna má vera bundin á sama básnum í 9 mánuði samfleytt eins og er í eldri fjósum. Er þetta ekki jafnréttismál

Ráðsi, 10.2.2011 kl. 10:42

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held nú að nautgripabændur séu betur færir um að tryggja góðan aðbúnað heldur en löggjafinn. Ef kúm líður illa þá minnkar nytin. Kannski vantar bara kúarektora á þessa bæi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.2.2011 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband