Fjórflokkurinn RÚV og ESA

ESA vill að fjármögnun RUV verði breytt fyrir marslok

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lagt formlega til að Ísland breyti fyrirkomulagi á fjármögnun Ríkisútvarpsins. Frestur Íslands til þess að bregðast við tillögum ESA er í lok mars 2011.

Þetta kemur fram á vefsíðu ESA. Þar segir að markmið slíkra breytinga er að stuðla að frekara gagnsæi varðandi opinber fjárframlög til Ríkisútvarpsins og til þess að draga úr hættu á samkeppnisröskun á þeim markaði sem Ríkisútvarpið starfar.
Í raun þýðir þetta  að fjármögnunarfyrirkomulaginu yrði breytt til samræmis við viðmiðunarreglur ESA varðandi ríkisstyrki til aðila sem sjá um útsendingar í almannaþágu, sem samþykktar voru í byrjun árs 2010. 

Tillögurnar fela í sér að skilið verði á milli starfsemi Ríkisútvarpsins sem telst almannaþjónusta og þess sem lúta skal lögmálum markaðarins. Á meðal breytinganna sem ESA leggur til eru eftirtalin atriði:

Að útlista nánar umfang þeirrar aðferðar sem notuð verður við útvíkkun á opinberu þjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins.

Að sett verði skýr leiðbeinandi viðmið um ákvörðun gjaldskrár fyrir þjónustu sem Ríkisútvarpið veitir vegna opinberrar þjónustuskyldu sinnar, s.s. aðgang að skjalasafni Ríkisútvarpsins.

Að settar verði skýrar reglur um meðferð hugsanlegrar ofgreiðslu til Ríkisútvarpsins.

Að tekinn verði af allur vafi um að öll starfsemi sem fellur utan hlutverks Ríkisútvarpsins sem veitanda almannaþjónustu skuli rekin á grundvelli markaðslögmála líkt og viðmiðunarreglur ESA mæla fyrir um.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Það er ekki bara stjórnarskrárbreytingar sem þvælast fyrir fjórflokknum. Hann hefur aldrei getað komist að vitrænni niðurstöðu um reksturinn á útvarpi allra starfsmanna. Og nú er svo komið að erlend eftirlitsstofnun hefur tekið málið upp og veitir nú íslenskum stjórnvöldum frest í nokkrar vikur til að koma með viðunandi úrbætur. Þvílík hneisa sem í þessu felst fyrir íslensk stjórnvöld!  Og hver skyldu ný viðbrögðin verða?  Munum að í þeim fjölmiðlalögum sem nú liggja fyrir þinginu er hvergi tekið á málefnum RÚV. RÚV er ekki rekið í þágu almennings og hefur aldrei verið gert. Stöð 2 komst á legg fyrst og fremst vegna þess að rekstur og yfirstjórn RUV var í höndum óhæfra stjórnmálamanna. Það hefur ekkert breyzt. Eina alvöru útvarpsrásin sem er rás 1 er svelt og allur þungi lagður í popp rás sem er haldið úti í samkeppni við frjálsa fjölmiðlun. Að halda úti ríkisstyrktri samkeppni hefur alltaf verið brot á reglum allra siðaðra ríkja annarra en Íslands. Og svo er það sjónvarpið. Árið 2011 er ekki ennþá farið að undirbúa HD útsendingar. Öll áhersla er lögð á rándýrar íþróttaútsendingar á kostnað innlendrar dagskrárgerðar og miðað við val á kvikmyndum þá er ekki ætlast til að neinir horfi á þær. Léleg videoleiga er betri en RÚV hvað það varðar. Það sem þarf að gera er eftirfarandi:

  1. Selja Rás 2
  2. Selja íþróttadeildina og hætta útsendingum kappleikja í ólæstri dagskrá
  3. Auka vægi netsins með beinum útsendingum  og áskriftar útsendingum
  4. Selja útvarpshúsið í Efstaleiti og koma úreltum tækjabúnaði fyrir í hentugra húsnæði
  5. þegar þessum markmiðum er náð þá má setja RUV aftur á B-fjárlög og hætta að innheimta áskriftagjöld
Hefur RÚV þá ekkert rétt gert?  Nei ekki undir stjórn Páls Magnússonar



 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband