11.2.2011 | 09:01
Svandís víki strax
Í kjölfar Hæstaréttardómsins í gær þá ber Svandísi Svavarsdóttur nú þegar að segja af sér sem ráðherra eða forsætisráðherra að reka hana úr stjórninni með skömm. Þessi ráðherra hefur ekki staðið sig í starfi heldur notfært sér stöðu sína til að knýja í gegn lög sem ganga gegn góðri stjórnsýslu og hinu margfræga meðalhófi. Ráðherra sem skilur ekki kall tímans þarf að fá sér aðra vinnu þar sem hæfileikar hans njóta sín betur. Það gustar um Umhverfisráðuneytið og ekki að ástæðulausu.
Nú þegar þarf að ganga frá nauðsynlegum formsatriðum varðandi þessar fyrirhuguðu virkjanir í Þjórsá svo framkvæmdir geti farið í gang. Eina skilyrðið sem ég vil sjá að verði sett og það er að orkan verði ekki seld til álvera. Allt annað en álver takk!
Landsvirkjun í biðstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.