Þegar Smáey verður lagt græðir Magnús

smaey.jpgMagnús Kristinsson, eigandi Bergs Hugins í Vestmannaeyjum, sem gerir út 3 togskip, tilkynnti á dögunum um þau áform útgerðarinnar að leggja einu skipa sinna, Smáey VE 144.  Ástæðan sem gefin er upp, er niðurskurður á ýsukvóta.  En þegar við skoðum málið nánar þá sézt að þetta stenzt ekki skoðun. Lítum nánar á staðreyndir og tölur:

Bergur-Huginn hf. er í 13. sæti yfir stærstu kvótahafa landsins með 4.629,570 kg eða 1.71%
Bergur-Huginn gerir út 3 togbáta, þannig að hver bátur getur veitt 1.543 tonn. Miðað við að allur afli sé seldur á markaði og meðalverð sé 250 kr, þá er aflaverðmæti hvers skips um 380 milljónir.  Allir sjá að það er mjög góð rekstrarniðurstaða og margir sem teldu sig vel setta með þessa kvótastöðu. Til samanburðar þá er önnur útgerð í Vestmannaeyjum, sem gerir út sambærilegan bát, Frá VE, aðeins með 934,396 kg í úthlutað aflamark eða aðeins rúm 60% af meðalaflamarki skipa Bergs-Hugins.  Engar fregnir eru um að til standi að leggja Frá VE.

Í þessu dæmi af fyrirhuguðum samdrætti hjá Magnúsi Kristinssyni, sjáum við glöggt hvernig kvótakerfið vinnur gegn þjóðarhag á meðan útgerðarmaðurinn eykur hagnað sinn. Þetta er það sem LÍÚ og hagfræðingarnir kalla hagræðingu. Þegar útgerðarmaður´fækkar störfum í greininni um 14 stöðugildi á sama tíma og hans eigin gróði eykst þá segir Friðrik J. Arngrímsson að kvótakerfið sé að sanna sig!  Kostnaður þjóðfélagsins hins vegar,vegna uppsagna og minni umsvifa hleypur á hundrað milljónum en það er aldrei reiknað inn í dæmið. Hvernig væri að hagfræðingar reiknuðu nú hagkvæmni kvótakerfisins upp á nýtt og tækju tillit til beins taps þjóðfélagsins sem felst í minni afla, færri störfum og færri skipum? Það eru engin rekstrarleg rök fyrir því að leggja Smáey VE 144. Skipið er frekar gamalt og því búið að afskrifa að miklu leyti. Einnig hefur útgerðin gengið mjög vel í fjölda ára svo ekki er um uppsafnaðan rekstrarvanda að ræða. Skipið sem sagt ber sig miðað við úthlutað aflamark. Einu rökin á bak við þessa ákvörðun er græðgi eigandans eða klækir. Kannski á að nota tækifærið og leigja sjálfum sér kvóta og láta áhafnir hinna skipanna taka þátt í því.  Sjómenn eru ofurseldir útgerðarvaldinu. Þeim er alltaf hótað með atvinnumissi og Fiskistofa sem hefur vitneskju um allt svínaríið sem viðgengst í greininni segir ekki múkk. Hvernig stendur á því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhannes

 Það er búið að vera það mikil skerðing á kvóta undanfarin ár. Það þarf ekki nema tvo skip við fiska kvótann í stað þriggja.

Ýsukvótinn hefur farið úr 74.000 tonnum í 39.000 tonn á þremur árum og þessi útgerð á mikinn ýsukvóta. Það er því meginskýringin einnig tilflutningar á kvóta úr kerfin yfir í byggðaverkefni ráðherra, þegar ráðherra úthlutar sértækum ívilnunum þá er tekið frá öðrum

Það er því nauðsyn að draga saman strax og gera út 2 báta myndarlega í þess að þurfa að selja 3 báta síðar vegna rekstrarörðugleika. 

mbk

Birgir Stefansson

Birgir Stefansson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 06:55

2 identicon

Sæll Jóhannes

 Það er búið að vera það mikil skerðing á kvóta undanfarin ár. Það þarf ekki nema tvo skip við fiska kvótann í stað þriggja.

Ýsukvótinn hefur farið úr 74.000 tonnum í 39.000 tonn á þremur árum og þessi útgerð á mikinn ýsukvóta.

Það er því nauðsyn að draga saman strax og gera út 2 báta myndarlega í þess að þurfa að selja 3 báta síðar vegna rekstrarörðugleika.  Hvernig heldur þú að dæmið líti út ef það verður tekinn meiri kvóti af þeim skipum sem eru í rekstri í dag? Hversu margir sjómenn muna missa vinnuna og útgerðir fara á hausinn.Hvernig eiga bæjarfélögin og landsbyggðin eftir að standa?
Það er margbúið að reikna það út að þeir sem eru eftir í greininni eru flestir búnir að kaupa 80 til 95% af þeim kvóta sem þeir eiga í dag. Er ekki nær að Íslendingar standi með útgerðinni sem gengur þó vel í dag.Þeir sem eru eftir í útgerð eru bestir í að gera út, þeir standa eftir en hinir hafa yfirgefið sviðið og vilja komast inn með peningin sem þeir fengu fyrir að selja sig út úr greininni. Þetta er gríðarlega ósanngjörn umræða gagnvart þessari starfsstétt sem hefur það að markmiði að reka sjálfbær fyrirtæki sem skapa gríðarlegar tekjur fyrir þjóðarbúið.

mbk

Birgir Stefansson

Birgir Stefansson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband