18.2.2011 | 10:15
Bull og blekkingar!
Stofnun regnhlífasamtakanna Já Ísland, var mikið óheillaspor fyrir frjálst Ísland. Nú munu landsmenn fá að kynnast því hvernig áróðri, lygum, blekkingum og hálfsannleik verður látið rigna á okkur næstu mánuði. Fyrir þessu erum við varnarlaus. Það verður ekki séns að malda í móinn því mútufé frá Brussel verður dælt í áróðursherferðina og sérhver tilraun til andmæla verður ofurliði borin. Fyrsta auglýsingin í þessari herferð hefur birst okkur þar sem fullyrt er að innganga í ESB lækki matarverð og auki kaupmátt. Þetta er hálfsannleikur. Stjórnvöldum er og hefur alltaf verið í sjálfs vald sett að lækka eða afnema skatta á matvöru. Það getum við vel gert án inngöngu í ESB. ESB aðild er áhugamál embættismanna og stjórnmálamanna sem treysta ekki íslenskri stjórnsýslu. En stjórnsýsluna má bæta og þarf að bæta. Um það er ekki ágreiningur en við ættum aldrei að stíga það óheillaspor að afsala okkur fullveldinu.
Smæð landsins og fæð íbúanna eru sterkustu rökin fyrir að ganga aldrei í ESB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.