Kostnaður þjóðarinnar við ESB aðild

jolasveinn.jpgSá mikli fjöldi þjóðarinnar, sem enn trúir á jólasveininn og bíður eftir að sjá hvað ESB jólasveinninn setur í skóinn, mun verða fyrir vonbrigðum.  Við höfum verið óþekk og jólasveinninn mun setja ódýra hollenska ESB kartöflu í skóinn. Þetta mun hafa þær afleiðingar að kartöflurækt leggst af hér á landi með tilheyrandi fækkun starfa í landbúnaði.  Og vegna þess að hér eru allar forsendur fyrir góðum lífskjörum þá mun íslenska þjóðin þurfa að greiða meira til sambandsins heldur en við eigum rétt á að fá frá ESB.  En síðast en ekki síst Þá verður beinn skaði þjóðarinnar ekki minni en 20 milljarðar á ári næstu árin í minni gjaldeyristekjum vegna þess að okkur verður bannað að veiða sanngjarnan skerf úr makrílstofninum.  Hvað þessi hafbeit makrílsins mun svo kosta í óbeinum kostnaði mun aldrei fást svar við. En eitt er víst og það er, að baráttan um ætið í hafinu er hörð. Og það sem aðrar fisktegundir og sjávarspendýr éta kemur beint niður á vexti og viðgangi okkar helstu nytjastofna eins og Þorsks, ýsu og síldar. Viljum við leggja það undir í þeim póker sem Samfylkingin er að spila með framtíð Íslands?

Hvernig geta menn með góðri samvisku og í góðri trú mælt með aðild? 

Eru menn virkilega svo naive að trúa því að við munum njóta sérkjara? þegar á allt er litið þá ríkir einfalt meirihlutaræði í ESB og áhrif okkar eru ljós og þau eru ekki umsemjanleg. Þau eru innan við 1 %


mbl.is Slæmt fyrir Ísland ef evran hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú værir að segja satt og þetta væru staðreyndir. Þá væri glapræði að ganga inn í ESB.

En því miður þá er þetta bara bulll og vitleysa hjá þér. (eða svo betur fer)

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2011 kl. 14:57

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jæja þrumusleggjuhvellshamar, hvað ætlaði ESB að úthluta miklum makrílkvóta til okkar fyrir síðasta ár? Og hversu miklu skiluðu svo raunverulegar veiðar?  Þú hlýtur að geta fundið svar sjálfur fyrst þú trúir mér ekki.  Þetta mál er einfaldlega of stórt til að láta mata sig með bulli og blekkingum. Við verðum sjálf að vega og meta

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.2.2011 kl. 15:19

3 identicon

Þetta er eins og annað sem kemur frá andstæðisngum ESB aðildar, tómar fabúleringar og ágiskanir. Svona málflutningur er bara vopn í höndum aðildarsinna.

Valsól (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 15:40

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta með markílinn er ómögulegt að segja. Hvorki þú né ég getum svarað því.

" Þetta mun hafa þær afleiðingar að kartöflurækt leggst af hér á landi með tilheyrandi fækkun starfa í landbúnaði"  þessi staðreynd er bara bull og vitleysa.  (nema náttúrulega ef þú kemur með heimiildir fyrir þessu þá skal ég draga þetta til baka)

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2011 kl. 16:06

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ómögulegt að segja?.

Ég veit ekki betur en að ESB hefur sýnt hvað þeir ætla okkur núna, og í framtíðinni, varðandi Makrílinn með framkomunni sem okkur var sýnd í samningaviðræðunum.

Varðandi hitt þá veit ég nú ekki mikið um Kartöflur en við inngöngu í ESB þá hverfa verndartollar á kjöti og mun þá opnast flóðgátt fyrir allskonar ódýrt kjöt frá meginlandinu sem mun auðvitað hafa áhrif á innlendan landbúnað.  Í huga almúgans þá mun "veljum Íslenskt" fljótt víkja fyrir ódýrari matarkörfu,  ríkisstjórnin mun sjá til þess með auknum sköttum.  Þróunin mun verða svipuð og gerðist í Finnlandi þegar þeir gengu í ESB,  bændum mun fækka verulega og í staðinn þá yrði veruleg samþjöppun í greininni og litlum kjötverksmiðjum komið upp.  Hið hefðbundna Íslenska lambakjöt einsog við þekkjum það í dag mun verða að niche markaði fyrir þá sem tíma að spreða pening í það.  En Neytendur munu fagna,  jeij ódýrari kjöt og allt ESB að þakka.. svona einsog við hefðum ekki getað afnumið verndartollana sjálfviljug og komið þessari þróun af stað án aðildar að ESB.

Jóhannes H. Laxdal, 18.2.2011 kl. 18:06

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Var Noregur ekki líka með slæma framkomu við okkur? Jafnvel verri en Skotar (ESB)

En já þetta er í rauninni fín rök fyrir ESB aðild. Þú ert að segja að matarkarfan okkar mun lækka töluvert. Sem er mjög góð búbót fyrir almenning sem eru að sligast á skuldum og fyrir Íslendinga sem eru með minna á milli handana. Af hverju átt þú rétt á að hindra fátækt fólk að njóta ágoðans. Þú veist að eftir því sem þú ert fátækari þá eyðiru meira og meira í matvöru hlutfall við allt annað. Þess vegna er þetta mikil búbót fyrir fátæka. 

Svo nefniru Finland sem eru mjög sáttir með sitt eftir inngöngu. (getur hlustað á Ingu sem hefur gert rannsóknir á þessu sviði  http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP2261)  

Svo hafa bændur fækkað gríðarlega á Íslandi líka.. og ekki erum við í ESB.

Svo eru hagir bænda lélegir einsog er  (http://eyjan.is/2011/02/09/saudfjarbaendur-segja-stodu-sina-grafalvarlega/)

það er kannski ESB að kenna líka  ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2011 kl. 18:31

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við erum svo óþekk að við fáum aldrei nett nema kartöflur í skóinn sko

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.2.2011 kl. 21:18

8 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Já fínustu rök ef maður einblínir bara á það sem er augljóst en getur ekki hugsað aðeins út fyrir kassann.  Matarkarfan mun lækka enda tollar afnumdir en það verður ekki ókeypis og á endanum munum við borga mismunin með einum eða öðrum hætti.   Við borgum af skattpeningum til ESB, einskonar "félagsgjöld" fyrir að vera í "þjóð meðal þjóða" einkaklúbbnum og í staðinn þá fáum við allskonar styrki og skemmtilegheit frá ESB og það getur enginn fullyrt að við munum fá meira frá ESB en við leggjum inn.  Slíkt væri ekkert nema ponzi svindl, það er ekkert ókeypis og einhverjir verða að borga brúsann og það munum verða við fyrr eða síðar.  Að auki þá mun það sem við fáum út ekki koma til með að gagnast öllum sem borga "félagsgjöldin".

Við erum með EES,  það "besta" sem ESB býður uppá einsog margir fræðimenn hafa orðað beint eða óbeint.  Af hverju getum við ekki bara haldið okkur við EES og breitt hinu sjálf ef við viljum.  Ef við viljum lægri matarkörfu þá getum við afnumið tollana,  og af hverju ekki bara að borga alla þessa styrki beint í staðinn fyrir að borga ESB félagsgjöldin og vonast eftir brauðmolum.  Svona svipað og þegar maður þarf að kaupa eitthvað mikið af einhverju og fer beint til birgjans í staðinn fyrir að fara í búðina sem smyr þóknun ofaná verðið.

Jóhannes H. Laxdal, 20.2.2011 kl. 16:54

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

íslenskir stjórnmálamenn eru ekki hæfir í að breyta landbúnaðarkefinu... reyndu að sannfæra t.d Jón Bjarnason að stokka uppí lanbúnaðarkefinu........   og ekki var Guðni Ágústtson líklegri á undan Jóni.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband