Foringjadýrkun Björns Vals

Þótt Björn Valur sé með skemmtilegri þingmönnum þá er einn stór ljóður á ráði hans. Og það er þessi taumlausa foringjadýrkun sem hann er haldinn. Hann minnir um margt á fyrrum þingmannskonur Sjálfstæðisflokksins, þær Ástu Möller og Sigríði Önnu Þórðardóttur.  Þær stöllur stóðu dyggan vörð um Davíð Oddsson og Geir Haarde og voru fljótar til andsvara þegar á þá var hallað orði á þingi svo eftir var tekið. Enda var þeim umbunað samkvæmt því,  ekki af því þeirra mannkostir væru meiri en annarra.

En hvað gengur Birni Val til? Varla gengur hann með ráðherra í maganum og varla trúir hann á bullið í Steingrími í blindni. Er þetta þá bara aumingjagæska hjá honum? Eða stráksskapur?  En stjórnmálamenn sem selt hafa sannfæringu sína fyrir völd geta ekki leyft sér svona stráksskap. Það er ekki málefnalegt að svara alltaf gagnrýni með því að vísa í afglöp Sjálfstæðismanna eins og Steingrímur gerir alltaf. Vandamál dagsins eru að miklu leyti vegna vitlausra ákvarðana núverandi stjórnar sem hafa gert erfiðleika þjóðarinnar margfalt stærri en efni stóðu til. Þá ábyrgð verða Vinstri Grænir að horfast í augu við og svara fyrir gagnvart kjósendum sínum. Þar á meðal mér. Þar dugar ekki að kenna Sjálfstæðisflokknum um, sérstaklega af því aðalsökudólgarnir eru ekki lengur til andsvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband