Landlæknisembættið og Parkinsons lögmálið

Landlæknisembættið hefur verið í fréttum að undanförnu. Fyrst og fremst vegna slælegs eftirlits með læknum og öldrunarheimilum. Hjá Landlækni fást lítil svör eins og fyrri daginn. Landlæknisembættið er sú ríkisstofnun sem þanist hefur hvað mest út undanfarin ár. Tala má um sprengingu í vexti þessarar stofnunar sem í raun ætti að vera í skúffu hjá heilbrigðisráðuneytinu. Hvernig þessi yfirbygging gat gerst er rannsóknarefni út af fyrir sig. Gagnsleysi svona stofnunar eykst í réttu hlutfalli við fjölda starfsmanna. Ef einhver efast um að lögmál Parkinsons eigi við rök að styðjast, þarf ekki annað en skoða vöxt landlæknisembættisins. En samkvæmt Parkinson þá er lögmálið afleiðing tveggja samverkandi krafta. Annarsvegar vilja embættismenn fjölga undirmönnum sínum en ekki keppinautum, og hinsvegar skapa embættismenn vinnu hver fyrir annan. Hann benti líka á að á hverju ári varð 5-7% aukning á starfsmannafjölda í opinberri þjónustu, „óháð breytingum á magni vinnu (ef nokkrar voru)“.  Þessi 5-7% er reyndar hærri tala í þessu tilviki.

wikipeda_favicon.jpg  Heimild Wikipeda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband