2.6.2011 | 06:41
Stórþjófar ganga enn lausir
Alveg er það makalaust hvað gengur seint að sakfella þessa stórþjófa sem fóru ránshendi um íslensku fjármálafyrirtækin á frjálshyggjuárunum fyrir hrun. Þetta lið sem kom undan fúlgum fjár í aflandsfélög í skattaparadísum berst nú um á hæl og hnakka með hjálp þjófsnauta í gervi verjenda. Því hvað annað er hægt að kalla þetta lögræðingastóð annað? Það vita allir að Jón Ásgeir er að borga sínum lögfræðingum með stolnum auð. Í Baugsmálinu var þjófapakkið dæmt fyrir skattaundanskot og þjófnað á almannafé. Sem er annað orð yfir brot á hlutafélagalögum. Jón Ásgeir hefur greitt verjendum sínum hundruð milljóna í gegnum tíðina. Peninga sem áttu með réttu að renna í ríkissjóð í formi skatta og gjalda fara í staðinn til þjófsnautanna fyrir að komast hjá að greiða þessa skatta og skyldur. Það er skömm að þeim lögfræðingum sem gerast þjófsnautar. Og það er skömm að því að sérstaki saksóknari sé ekki búinn að gefa út fleiri ákærur og það er skömm að því að dómskerfið sé svona svifaseint þegar kemur að því að rétta yfir og dæma hvítflibbaglæpamenn. Það vefst ekki fyrir þeim að dæma snærisþjófa eða nauðgara sem nauðga fullum kellingum en þegar stórþjófar og hvíflibbaglæpamenn nauðga heilli þjóð þá draga allir lappirnar. Það er skömm að þessu
Réð ekki ákvörðunum Byrs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.