Hrunið endurtekið

Fyrir hrun var sagt að allt besta fólkið hefði verið ráðið í vinnu af glæpagenginu í bönkunum. Þannig hafi fjármálaeftirlitið verið gert tannlaust og óstarfhæft.  Þessi kenning er örugglega rétt. En lærðu menn eitthvað af þessu?  Ekki er svo að sjá.  Í dag eru allir bestu lagatæknarnir í vinnu hjá þessum sömu gangsterum en nú við að hjálpa þeim að komast hjá réttlátum refsingum og þess vegna hefur saksóknaraembættið ekki á að skipa hæfasta fólkinu og dregur því í lengstu lög að leggja til atlögu við glæpagengin í jakkafötunum. Þetta er ólíðandi.  Og við eigum að bregðast við með því að útiloka þetta lögfræðingastóð, sem tekur þjófstolin laun fram yfir borgaralega skyldu, frá öllum verkefnum á vegum hins opinbera í framtíðinni. það er tími til kominn að allir átti sig á að sérhver ákvörðun hefur afleiðingar.  Góðar jafnt sem slæmar. Handbendi glæpamanna eiga líka að hljóta dóma. það er nauðsynlegur þáttur í siðvæðingunni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband