Geta sjálfum sér um kennt

Sjómenn og útgerðarmenn geta að stærstum hluta kennt sjálfum sér um hvernig nú horfir um geðþóttastjórnun fiskveiða á Íslandi. Gullgrafarahugsunarháttur þeirra sjálfra beinlínis reð því að allur fiskur var settur inní kvóta og greininni þar með lokað. Og núna standa þeir sem áður seldu sig út úr kerfinu með miklum hagnaði margir hverjir og heimta frjálsar handfæraveiðar.  Ég skil alveg að þeir sem fyrir eru sætti sig illa við þessa stöðu mála. En ef hér á ekki að ríkja hafta og skömmtunarkerfi stjórnmálamanna í veiðistjórnun um ókomin ár þá verðum við að hætta að hugsa svona að þessi eða hinn hafi selt svo og svo mikið og eigi því minni rétt en aðrir. Nú þurfa allir að leggja saman krafta sína og krefjast þess að kvótakerfið verði lagt af með einu pennastriki og hér taki við landshlutastýrð sóknarstýring með auknu frelsi til handfæraveiða fyrir atvinnusjómenn. Að lögvernda þessa mikilvægustu atvinnugrein okkar er löngu tímabært. Mér finnst að það eigi að gilda sömu reglur um fiskimenn og t.d kjötiðnaðarmenn eða fisktækna eða fiskmatsmenn.  Fiskimenn eru að handleika matvæli í störfum sínum og oft af mikilli vankunnáttu sem skilar sér í lélegri vöru. 

Alþingismenn og almenningur virðist ekki skilja um hvað málið snýst. Þess vegna þurfa útgerðamenn og sjómenn að semja frið og krefja fiskifræðinga sem bera ábyrgð á þessu kerfi, skýringa af hverju ekki sé leyft að veiða eins og afrakstursgeta stofnanna þolir  OG sjómenn og skipstjórar þurfa að upplýsa samviskulega um hve miklum fiski er kastað og hve miklum fiski landað fram hjá vigt. Aðeins þannig er hægt að átta sig á hve mikið er í raun veitt hér við land og reikna út þau verðmæti sem sóað er árlega. Helvítis ruglið um hagkvæmnina í kerfinu verður að reka öfugt ofan í handbendi kvótagreifanna sem titla sig í áróðursherferðinni sem hagfræðinga. og þá kannski líka átta fiskifræðingar sig á skekkjum í tölulegum upplýsingum.  Ekki það að ég taki mikið mark á þessum gögnum, en ég veit bara að brottkastið veldur miklu meiri skekkju en viðurkennt er í dag.  Og afrakstursgeta fiskstofnanna er margfalt meiri þrátt fyrir illa umgengni og rányrkju síðustu 25 ára.  Það þarf að einangra kvótagreifana í þessari umræðu því þeir hafa annarleg sjónarmiðað verja.  95% af sjómönnum og útgerðarmönnum hafa sömu hagsmuni og þjóðin í þessu máli.  Það er að kvótakerfið verði lagt niður. Útgerðamenn, þaggið niður í þessum 80 köllum og kellingum sem ráða yfir 80% af öllum kvóta og látið rödd ykkar heyrast. Ef þið gerið það ekki þá dæmið þið sjálfa ykkur til að vera áfram leiguliða í lénskerfi  stórútgerðarauðvaldsins sem á stjórnmálastéttina og flokkana.


mbl.is Mikil skerðing á Austfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er ekki rétt hjá þér. Öfund ræður ferð. Líttu þér nær.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.6.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sindri Karl, mig langar að skilja þig. Um hvaða öfund ertu að tala?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.6.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband