Um RÚV og fölsun á tölum

Það er að bera í bakkafullan lækinn að fárast meir yfir boltafárinu í ríkissjónvarpi allra starfsmanna. Nógu margir mér ritfærari menn og konur hafa nú þegar gert það.  Hins vegar vakti grein sem birtist á DV.is og var eftir Eyþór Jóvinsson, athygli mína en þar var reynt á lævísan hátt að gera lítið úr augljósri aukningu á útsendingu íþróttaefnis á RÚV og byggt á tölulegum upplýsingum frá 2009!  En eins og allir vita þá hefur umfang boltaíþrótta þrefaldast frá þeim tíma og gott betur. Því nú hafa bætzt við kvennaboltinn og umfjöllun um kappleiki ungmennalandsliðsins með tilheyrandi sérfræðingaumfjöllun í lok hvers leiks sem ekki var áður.  Ég er ekki á móti íþróttum en fyrr má nú rota en dauðrota og þessar keppnisíþróttir sem ala á þjóðernisofstæki eru skaðlegar. Ef menn vilja slíka umfjöllun í sjónvarp þá ætti það ekki að vera á kostnað annars efnis og allra síst fréttatímans eins og nú er.  Páll Magnússon á ekki RÚV, þótt hann virðist halda það.  Og landsmenn eiga ekki að þurfa að borga fyrir áhugamál útvarpsstjórans og íþróttadeildar starfsfólksins upp í Efstaleiti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband