Má þá ræða rannsóknir Hafró?

Sjómenn stunda fæðurannsóknir á öllum tegundum fisks alla daga ársins og þeim er það öllum ljóst á hverju fiskar lifa aðallega. Það er svo með blessaða fræðingana að það þykja ekki vísindi sú þekking sem sjómenn og þá sérstaklega aflasælir skipstjórar hafa aflað sér á langri ævi. Þekking sem er samt margfalt áreiðanlegri heldur en fiskifræðingar öðlast með takmörkuðu úthaldi í nokkrar vikur ár hvert. Sjómenn hafa fyrir löngu bent á samspil minnkandi rækjuveiði og þess að allir flóar og firðir hafa verið fullir af þorski undanfarin 10 ár. En að þorskurinn sé farinn að éta sandsílið frá fuglunum og sjálfan sig líka eru alvarlegar ábendingar um offjölgun í þorskstofninum sem ber að taka alvarlega. Fiskifræðingar verða að fara að viðurkenna að þessi takmörkuðu röll, vor og haust ná engan veginn að mæla fjölda einstaklinga né stofnstærðir, svo neitt vit sé í. Það er ekki fyrr en grunnslóðin er orðin fisklaus sem þarf í raun að fara að takmarka veiðar. Færeyingar eru okkur miklu fremri í rannsóknum á lífríki hafsins.  Færeyingar hafa reynt þorskeldi í sjó og það sem það kenndi þeim var að þegar þorskurinn náði ákveðnum þéttleika í kvíunum þá byrjaði hann að éta sjálfan sig. Og Færeyingarnir komust líka að raun um að sú vitneskja kom allt of seint því þorskurinn bíður ekkert eftir að vera grisjaður. Hann étur sjálfan sig löngu áður en hann verður uppiskroppa með aðra fæðu. Það er þetta sem sjómenn hafa verið að benda á í öll þessi ár. En aldrei hefur mátt ræða af sjálfskipuðum alvitringum á Hafró. Annars veit ég að það er ósanngjarnt að setja alla fiskifræðinga á Hafró undir sama hatt.  Það vinna þar ágætis menn og konur en breytingarnar sem urðu á vinnubrögðum í þessari stofnun eftir að Jóhann hvalasérfræðingur var gerður að forstjóra, voru greinilegar.  Þá var byrjað að búa til þessi líkön og mæla fjölda fiska í hafinu með aðferðum og tækjum sem voru alls endis ófullnægjandi. Þá komu menn með þessa heimskulegu kenningu að hægt væri að stækka stofna með friðun frá veiðum. Tilraunamennsku sem búið er að valda þessu þjóðfélagi óbætanlegum skaða og sem í raun setti hagkerfið á hliðina eins og marg oft hefur verið bent á.

Hafrannsóknarstofnun á fullan rétt á sér.  En þar þarf að skipta um menn í brúnni og losa hana við afskipti LÍÚ. Haffrannsóknarstofnun þarf að starfa sjálfstætt að rannsóknum á raunverulegri hegðun fiska við mismunandi aðstæður án inngrips.  Inngrip eins og það sem hér hefur verið stundað með aflastjórnun og kvótakerfinu hefur eyðilagt allar vísindalegar niðurstöður eins og allir sannir vísindamenn hljóta að viðurkenna.

Ef menn ætla að draga það eitthvað að auka veiðar núna þá eru menn að fremja alvarleg mistök.  Mistök sem ekki verður hægt að bæta fyrir seinna meir Fiskateljararnir hafa úrslitavöld í þessu máli.  Ætlar Jóhann nú að axla ábyrgð og segja af sér um leið og hann viðurkennir stórfelld afglöp í starfi eða eigum við enn og aftur eftir að týna fleiri hundruð þúsund tonnum vegna þess að fiskateljararnir eru með hausinn uppí rassgatinu á sér?  Við eigum góðan mann að þar sem er Jón Kristjánsson, fiskifræðingur.  Það er löngu tímabært að gera hann að forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Upphaflega tilefnið var frétt á mbl.is, sem nú er búið að fjarlægja. En fréttin er enn á vef Hafró, þótt allt eins líklegt sé að hún verði fjarlægð líka ef hún verður almennt tilefni til gagnrýni. En þeir sem vilja geta lesið hér

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.6.2011 kl. 07:15

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Góð grein og athyglisverðar ábendingar. Ég tek undir þetta allt en spyr afhverju næst ekki að koma þessum sjónarmiðum í gegnum þöggunina. Allir þykjast vera að taka þátt í opinni umræðu en ef þessi nálgun Jóns Kristjánssonar er nefnd á nafn er það eins og eitthvert Tabu.

Það er beinn linkur milli aðferðafræði Jóns og SÓKNARMARKSINS og það er greinilega í algeri þöggun. Og við vitum að núverandi kvótahafar sem búa við 100 % EINOKUN mega ekki til þess hugsa að fara í skó feðranna og þurfa að taka þátt í samkeppni. Það þarf ekki meira en "minna en eina" kynslóð að skipta út manngerðinni í útgerðinni. 

Ólafur Örn Jónsson, 21.6.2011 kl. 07:33

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Ólafur, svarið er einfalt, hér ríkir þöggun svo lengi sem hér ríkir lénsskipulag í sjávarútvegi.  Byltum þessu lénsskipulagi og upp rís heilbrigðara og betra þjóðfélag

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.6.2011 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband