Skýrsluiðnaðurinn

Með minnkandi andlegu atgervi alþingismanna þá hefur skýrsluiðnaðinum vaxið umtalsvert fiskur um hrygg. Núna má ekki leggja fram frumvarp á þingi eða fyrirspurn án þess að fá álit skýrslutækna fyrst. Og núna vill Ólína fá nýja skýrslu um skýrslu  sem nýbúið er að skila og var byggð á enn annarri skýrslu sem allt átti að leysa. Og þessi nýja skýrsla sem Ólína vill panta á  líka  að fjalla um byggðavanda Vestfjarða sem yrði þá líklega fjórða eða fimmta skýrslan um það efni á síðasta áratug. Hvurs lags fíflagangur er þetta?  Ef alþingismenn og stjórnmálamenn í umboði kjósenda hafa ekki lausnir á þeim vandamálum og álitamálum sem mæta þeim þá eiga þeir að fá sér aðra vinnu.  Stjórnmál snúast um mismunandi leiðir. Stjórnmál snúast ekki um álit hagfræðinga. Skýrsluiðnaðurinn er orðinn alltof yfirgripsmikill í íslenskri stjórnsýslu. Verktakar á sviði skýrslugerðar ættu að fara að sinna fræðastarfi og hætta að gefa álit út og suður um pólitísk ágreiningsefni.  Látum stjórnmálamennina standa fyrir máli sínu og taka ábyrgð á ákvörðunum sínum í stað þess að varpa alltaf ábyrgðinni á skýrslutæknana


mbl.is Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband