Til varnar Ögmundi

Mér þykir Ögmundur slæmur stjórnmálamaður og ákvarðanafælinn með eindæmum. En nú er þó von um að þessir gallar hans komi landi og lýð að gagni. Vonandi stingur hann undanþágubeiðni kínverjans ofan í skúffu og eða þvælir málið eins og honum einum er lagið þannig að samráðherrar hans skilji hvorki upp né niður frekar en Karl Th.

Kaupum á jörð er ekki hægt að líkja við aðrar fjárfestingar svo sem eins og kaupum á verksmiðjum eða húsnæði. Þess vegna eru fyrirvarar í lögum um eignarrétt útlendinga á jarðnæði og auðlindum. Fyrst eigendur Grímsstaða vilja selja þá er rétt að ríkið taki jörðina eignarnámi og geri að þjóðlendu eða þjóðgarði.

Landsölulið Samfylkingar skilur ekki svona einfalda pólitík. Þetta lið með Össur í broddi fylkingar munu reyna að hafa áhrif á Ögmund og berja hann til hlýðni. Þess vegna er nauðsynlegt að við fylkjum okkur að baki honum í þessu máli og veitum honum stuðning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála þessu.  Við þurfum að standa að baki Ögmundi og  Svandísi í þessu máli, þó ekki sé ég fylgjandi þessu fólki að mörgu leyti, þá likar mér vel að þau skuli standa á bremsunni í þessu tiltekna máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband