Þingsetningin í bundnu máli

Forsetann við fáum sjá
fylla útí skjáinn
en hvatvís Dorrit hvarflar frá
og hverfur út í bláinn

Þótt löggan setji svip hér á
og sig í hættu leggi
ýmsir fleiri en Árni fá
fleiður undan eggi

Þingið þráir virðingu
þjóðar, hlaðið dreggjum
En bleyður bakvið girðingu
bara kasta eggjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband