Harpan var valin fram yfir Háskólann

harpanHaustið 2008 stóð íslenska ríkið frammi fyrir greiðslufalli og þar með gjaldþroti. Samt sem áður tók ungur og óreyndur menntamálaráðherra þá ákvörðun að ríkið myndi ganga í ábyrgð fyrir byggingarkostnaði tónlistarhallarinnar Hörpu ásamt Reykjavíkurborg og tryggja jafnframt rekstur þessarar glæsihallar um ókomna tíð. Fjárskuldbindingu upp á 40 milljarða hið minnsta og sennilega gott betur þegar fjármagnskostnaður er talinn með. Fyrir þessa upphæð hefði mátt komast hjá niðurskurði í skólakerfinu og heilbrygðiskerfinu á þessum árum sem það tekur okkur að krafla okkur í gegnum kreppuna og ná upp hagvexti. Þetta eru sorgleg mistök VG þegar akkúrat engin rök voru fyrir því að ríkið byggði þessa höll á þessum tíma. Sá kostnaður sem þegar hafði fallið til var ríki og borg óviðkomandi enda var þetta einkaframkvæmd félags sem fór bara í þrot og skuldir þess afskrifaðar. Og sú atvinna sem byggingin skapaði skipti ekki sköpum. Stærstur hluti voru erlendir verkamenn og erlendar arkitekta og verkfræðistofur. Þegar þetta er haft í huga er það sorglegra en tárum taki hvernig forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar hefur verið og hversu stór hagstjórnarmistökin eru. Menn velta milljarðakostnaði á samfélagið eins og ekkert sé sjálfsagðara og ef icesave hefði verið samþykkt þá væri niðurskurðurinn 50 milljörðum hærri á þessu ári og gott betur á því næsta. Stúdentar ættu kannski að fara að taka þumlana af snjallsímunum og axla ábyrgð og mótmæla. Einhverjar ályktanir skipta stjórnvöld engu máli.  Stjórnvöld skilja bara ofbeldi. það er það sem handhafar valdsins hræðast meir en nokkuð annað.
mbl.is SHÍ undrast niðurskurð hjá HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband