Að fletja út háhýsi

 „Það er sjónarmið fagfólks að það borgi sig að hafa fjarlægðir innan spítalans sem allra minnstar"

Ég hef verið að bíða eftir þessu sjónarmiði frá starfsmönnunum og nú er það komið.  Ef á að byggja nýjan Landspítala þá átti fyrst að ákveða hvernig bygging hentar best og síðan átti að finna henni hentugustu staðsetningu með tilliti til skipulags og aðgöngu.  En íslenska hefðin er að byrja alltaf á öfugum enda og kallast þessi aðferð afturfótavinnubrögð og er einkenni á framkvæmdum sem pólitíkusar koma að. Enn á ný eiga hrossakaup Framsóknar og Sjálfstæðismanna eftir að kosta almenning tugi milljarða í óþarfan kostnað. Landspítalaklúðrið skrifast fyrst og fremst á þá.  En aðkoma Samfylkingar hefur svo sem ekki bætt þar um, þvert á móti virðast Dagur B og Guðbjatur nú ætla að reka endahnútinn á þetta rugl og hefja framkvæmdir strax næsta vor í trássi við vilja flest allra sem hagsmuna hafa að gæta. Rökin sem Björn Zoega og ráðherrann hafa notað til að styrkja þessa arfavitlausu byggingarframkvæmdir halda ekki vatni, hvorki faglega né röklega.  Byggingarmagnið er alltof mikið á þessum stað og þau áform að fletja byggingarnar út til að þóknast skipulagsreglum koma niður á notagildi spítalans og valda óþarfa álagi á starfsfólk og viðskiptavini spítalans. Og sú ætlun að byggja risastór bílageymsluhús með ærnum kostnaði er ekki forsvaranlegt á þessum stað.

Ég sé hins vegar fyrir mér að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni á næstu árum og þá á að nota tækifærið og reisa myndarlegt háhýsi undir spítalann á norður-suður flugbrautinni og í framhaldinu gera tengibrú yfir í Bessastaðanes þar sem innanlandsflugið á náttúrulega að vera. 


mbl.is Of mikið flæmi innan nýs spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér, en á meðan landsbyggðin er með skipulagsmál okkar Reykvíkinga í gíslingu og heimtar að þessi flugvöllur verði þarna áfram, því það er svo stutt í tryggingastofnun frá honum, að þá munu þeir sem ráða ekki þora að hreifa við honum.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband