Innlima ber Álftanes

Reykjavík vantar land undir flugvöll og framtíðarbyggð og Álftanes er gjaldþrota. Nú er lag að hefja samningaviðræður við fulltrúa Álftaness um samruna.  Í krafti stærðar Reykjavíkur er hægt að þvinga fram hagstæðan samning , jafnvel má tala um innlimun í þessu sambandi þar sem vandséð er hvaða kröfur Álftnesingar geta gert. Og eftir sameininguna þá munu þeir engin áhrif hafa innan stjórnkerfis borgarinnar. Kostirnir fyrir Álftanes er að þeir losna við skuldir sveitarfélagsins og munu standa betur að vígi efnahagslega. Einnig mun þeim tryggð öll sú þjónusta sem Reykjavíkurborg veitir á sama verði og aðrir borgarbúar njóta. þar er um að ræða rafmagn, hita, vatn, skóla, íþróttaaðstöðu og almannasamgöngur.  Ávinningurinn fyrir Reykjavíkurborg felst fyrst og fremst í því að ná yfirráðum yfir auðlindum Álftaness og sögulegum verðmætum eins og Bessastaða jörðinni með öllum hennar nytjum. Auðlindir Álftaness felast fyrst og fremst í ósnertri náttúru þessa 600 hektara víðernis sem er aðeins að litlu leyti í byggð.  Hentugasta staðsetning flugvallar fyrir innanlandsflug er á Bessastaðanesi og eins er mjög brýnt að Bessastaðir heyri undir Reykjavík alveg eins og Höfði og aðrar söguminjar lýðveldisins. Reykjavík þarf að knýja fram þessa sameiningu og þrýsta á Innanríkisráðuneytið og Samtök Sveitarfélaga áður en Álftnesingar ná að semja um skuldir eða hreina niðurfellingu eins og nú berast fréttir um. Sá milljarður sem ætlunin er að renni til Álftaness úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga árlega næstu ár mun að mestu koma úr vösum Reykvíkinga hvort sem er. Ef þetta tækifæri fer forgörðum þá seinkar það sameiningu sveitarfélaga á Suðvesturhorninu um nokkur ár. Og vígi íhaldsins í Garðabæ mun styrkjast að sama skapi.

Ef einhverjir eru enn að lesa, þá skal það upplýst að þessi pistill er að öðrum þræði lýsing á fyrirhugaðri inngöngu Íslands í ESB, þar sem ísland er í hlutverki Álftaness en ESB í hlutverki Reykjavíkur.  þarf frekar vitnanna við um raunverulegan tilgang þessara viðræðna?  Halda menn að ESB sé einhver góðgerðastofnun ? Auðvitað ekki. ESB sér ávinning í aðild Íslands og það stóran.  Jafnframt veit ESB að Ísland hefur ekkert til að semja um.  Kostirnir eru skýrir. ESB tekur yfir skuldir ríkisins og veitir okkur í staðinn styrki og jafnan rétt til náms og vinnu og aðrir þegnar njóta. Utanríkis, varnar, öryggismál og viðskiptamál munu verða framseld til Evrópuþingsins þar sem ísland mun fara með 0.5% atkvæða. Og það er miklu minna hlutfall  atkvæða en Hreyfingin hefur á Alþingi Íslendinga og hver hlustar á þau?  

Álftnesingar vilja hafa eitthvað um framtíð sveitarfélagsins að segja en þeim er stillt upp við vegg af þeim sem eiga skuldirnar þeirra. það er tilfinningamál að sameinast öðru sveitarfélagi og missa sjálfstæðið en það er afleiðing þess að missa fjárhagslegt forræði. ESB stillti íslenskum stjórnvöldum upp við vegg í kjölfar hrunsins og í raun þó nokkru áður.  þess vegna eru svo margir andvígir inngöngu í þetta ríkjabandalag.  Ef íslendingar ákveða að innlimast í ESB þá jafngildir það afsali sjálfstæðis.  Kannski ættu menn að skoða aðildarsamning við ESB með hliðsjón af þessari hliðstæðu við gjaldþroti Álftaness


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband