Í smiðju til Davíðs Oddssonar

Egill Helgason vísaði í færslu í gær til lögfræðings út í bæ.  Þetta er gott hjá Agli, hárbeitt og veldur Brynjari örugglega meira hugarangri en ef Egill hefði nafngreint hann.  Svona var ræðustíll Davíðs Oddssonar. Hann hafði það framyfir marga að geta afgreitt andstæðinga sína með nöpru háði, án þess að verða persónulegur.  Undan þessu sveið og margir minnipokamenn hafa aldrei fyrirgefið Davíð þessa útreið. Stjórnmálamenn í dag skortir þennan hæfileika. Í dag takast menn á af heift og hatri og debatið miklu oftar persónulegt en málefnalegt. Þeir sem vilja koma höggi á Egil Helgason ættu kannski fyrst að ganga í smiðju til Davíðs Oddssonar Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband