Stjórnarskrárdrög Stjórnlagaráðs

Nú eru 2 mánuðir síðan að Stjórnlagaráð lauk störfum og skilaði þingforseta afurð sinni sem þau kalla fullum fetum "Stjórnarskrá" og vilja að fari óbreytt í dóm þjóðarinnar. Því miður hefur ekki orðið mikil umræða um þessi drög eins og ég kýs að kalla afurð stjórnlagaráðs. Það er skiljanlegt að þeir sem voru andvígir þessari tilraun reyni að þegja málið í hel en hitt er erfiðara að skilja að þeir sem voru hvað áhugasamastir í fyrra sýni nú jafn mikið fálæti og raunin er. Það er engin launung að mér fannst og finnst enn framkvæmd þessa starfs klúður frá upphafi til enda og illa ígrundað hjá flutningsmönnum og þeim meirihluta Alþingis sem ber ábyrgð á málinu. Fyrir það fyrsta var sá tími sem gafst til starfsins alltof skammur en ekki síst var óráð að afgreiða þetta mál í ágreiningi við helming þingmanna. 

Að semja stjórnarskrá er flókið og erfitt verkefni. Um það er enginn ágreiningur.  þess vegna er það óskiljanlegt að Stjórnlagaráð hafi ekki tekið sér lengri tíma til verksins. Engum trúi ég blandist hugur um að afurð ráðsins þarfnast endurskoðunar og umritunar. Allt of mikið er um merkingarlausar viljayfirlýsingar og allt of margir fyrirvarar eða frávik eru frá meginreglu. Stjórnarskrá á ekki að vera háð túlkun lögræðinga.  Ef almenningur skilur ekki stjórnarskrá lands síns þá er hún ekki nægilega vel orðuð. Núna strax er kominn upp alvarlegur ágreiningur milli forsetans og þingsins um mikilvægi forsetaembættisins í hinni nýju stjórnarskrá. Það eitt nægir til að menn ættu að sjá að hér þarf að gera betur. 

Skapandi vinna felst oft í því að hvíla hugann frá viðfanginu og skoða það svo aftur eftir hæfilega gerjun. Því heilinn hættir ekkert að vinna þótt menn snúi sér að öðrum verkefnum. Ég legg til að stjórnlagaráð komi saman aftur fyrir áramót og lagi það sem betur má fara í texta þeirra draga sem urðu til í sumar. Það þarf ekki dýra aðstöðu eða milljónakostnað. 30 manna salur í Hóteli útá landi er nóg.  Menn eiga sínar fartölvur og þær eru eina vinnutækið sem þarf. KOMA SVO! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mæli með því, Jóhannes, að þú og gestir þínir lesi þessa markvissu grein:

Brynjar Nielsson: Stjórnlagaráð og stjórnmálaflokkar.

Sjá einnig hér: Brynjar Níelsson hrl. tekur á stærilátu "stjórnlagaráði".

Jón Valur Jensson, 9.10.2011 kl. 13:21

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Jón Valur, ég las þessa grein Brynjars og fannst lítið til koma. Skil ekki hroka mannsins þótt sumir lögfræðingar telji sig hin eina sönnu yfirstétt og ekkert sé hægt að gera hér nema leita álits lögfræðinga fyrst þá er ég ekki sammála því. Stjórnlagaráð þarf bara að klára verkefnið. þau hljóta að sjá að það þarfnast endurskoðunar og sú ofuráhersla sem lögð var á að skila samhljóða áliti var ekkert endilega rétta nálgunin

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2011 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband