Óskiljanlegur Ögmundur

Lítið fréttaskot á dv.is vakti athygli mína fyrir þá sök að vekja fleiri spurningar en svör. Orðrétt sagði;

„Þannig að þessi gamla skipting á milli Reykjaness, Seltjarnarness, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar sé ekki rökrétt þegar til langs tíma er litið,“ segir Ögmundur við DV.is.

Þar sagði hann sameiningu Álftaness við annað sveitarfélag geta verið vísi að nýju landakorti fyrir höfuðborgarsvæðið.

Þegar hann er spurður hvort að von sé á stærri Reykjavík þar sem öll sveitarfélögin verði sameinuð svarar hann: „Nei, hugsanlega smærri Reykjavík. Hugsanlega smærri Reykjavík en með öðruvísi skipulagsformum. Ég held að framtíðin sé sú að við komum til með að hugsa meira í landshlutum en verið hefur. Það er margt sem stefnir í þá átt. Skipulag almenningssamgangna, skipulag margvíslegrar þjónustu, sem fer þá yfir landamæri einstakra sveitarfélaga. Þetta er hugsun sem er að skjóta rótum ekki síður hér á þéttbýlissvæðinu heldur en annarsstaðar. “ 

Og ég spyr, Af hverju var ráðherrann ekki spurður nánar útí þessa skoðun hans?  Hvað á hann við með, "að hugsa í landshlutum"? Og hvað hefur hann fyrir sér í að Reykjavík komi til með minnka? Er til of mikils ætlast að fréttamenn vandi sig betur þannig að fréttirnar varpi ljósi á viðfangsefnið?  Þessi frétt gerði það ekki 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband