Endurskilgreinum þyrlurekstur Gæslunnar

Ég er það gamall að ég man þegar Gæslan átti bara eina litla þyrlu, TF Rán, sem seinna fórst í Jökulfjörðum vestur í Djúpi. Þá voru útköll frekar fátíð. Þetta átti eftir að breytast með komu TF-Líf 1995 þegar Gæslan eignast sína fyrstu alvöru björgunarþyrlu sem er svo stór að hún hentar til að bjarga heilu skipshöfnunum úr sjávarháska. Við brottför varnarliðsins voru síðan fengnar 2 þyrlur til viðbótar að láni frá Norðmönnujm og Svíum.  Í dag á Landhelgisgæslan og rekur 2 þyrlur. Þetta finnst mörgum of lítið. Ég er ekki sammála því.

Eins og kunnugt er hafa Þyrlur mjög takmarka endingu, þær þarfnast dýrs og tímafreks viðhalds á tiltölulega fárra flugstunda millibili. En þrátt fyrir það þá hefur tíðkast í gegnum árin að misnota þessi stóru og dýru tæki, ráðamönnum og almenningi til skemmtunar liggur mér við að segja. Því hvaða glóra er í því að geta alltaf kallað til þyrlu Gæslunnar þótt kerling fái sting í hlíðum Esjunnar eða þótt ferðamaður eða rjúpnaskytta týnist á fjöllum eða þótt fitubolla misstígi sig í sunnudagsgöngu upp á Mosfellssheiði!  Þetta er náttúrulega bilun og sem gömlum sjóhundi þá mislíkar mér stórum þessi notkun á mikilvægustu björgunartækjum sjómanna.  Gæslan á fyrst og fremst að sinna björgun á sjó en ekki landi.  Það er tiltekið í lögum.  Það eru til einkaaðilar sem eiga og leigja út þyrlur til flugs yfir landi. Til þeirra á að leita ef nauðsynlegt er að sækja þessa vitleysingja sem ekki kunna fótum sínum forráð í eiginlegri merkingu orðsins enda komi full greiðsla fyrir. Þá geta menn metið það hvort forsvaranlegt er að nota dýra þyrluþjónustu eða bíða eftir björgun á landi eða bara taka afleiðingum af óþarfa þvælingi og drepast á staðnum. Óbyggðaferðalög eru jú áhættusöm í íslensku veðurfari og menn hljóta að þurfa að meta þá áhættu áður en lagt er upp!. Sá sem klífur Mont Everest hlýtur að gera ráð fyrir því að drepast við klifrið. Annað væri fullkomlega óraunhæft.

Ef hætt verður að misnota þyrlur Gæslunnar þá duga þessar 2 okkur enn um sinn.  Þetta með aðkomu lífeyrissjóðanna að öllu sem okkur vantar en höfum ekki efni á, fer að verða dálítið þreytt. Minnir á allt sem kaupa átti fyrir símapeningana fyrir hrun Cool


mbl.is Vill aðkomu lífeyrissjóða að þyrlukaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband