Fasistabeljurnar í Framsóknarfjósinu

Frægt var þegar Þráinn Bertelsson kallaði Þorgerði Katrínu, fasistabelju enda var það ótaktískt og fékk hann bágt fyrir. En má ekki með réttu kalla þær Vigdísi Hauks og Siv Friðleifs, fasistabeljur með hliðsjón af nýlegum þingmálum þeirra?  Siv er aðalflutningsmaður að tillögu um að veita lögreglu auknar heimildir til að njósna um samborgarana og Vigdís vill framselja til innanríkisráðherra vald sem Alþing hefur haft til þessa um veitingu ríkisborgararéttar. Nú er löngu mál að linni þessu ríksforsjárdekri alþingiskvenna. Þær verða að átta sig á því að þær eru ekki lengur í móður eða húsmóðurhlutverkinu. "Gerðu eins og ég segi" á ekki að vera grundvöllur lagasetninga. Það er mikill misskilningur. Það er kvennapólitíkinni fyrst og fremst að kenna að við færumst sífellt nær fasísku þjóðskipulagi með hverju "Gerðu eins og ég segi" frumvarpinu á fætur öðru sem takmarkar eða kemur í veg fyrir athafnafrelsi einstaklingsins. Orwell varaði við þessu og hans kenningar eru í fullu gildi. Við þurfum að draga hér stórlega úr allri miðstýringu og forsjárhyggju og efla ábyrgð einstaklingsins á eigin athöfnum og ákvörðunum. Alræði Ríkisins og geðþótti stjórnmálamanna, þar sem hrossakaup og baktjaldamakk er regla en ekki undantekning leiðir til sjúks þjóðfélags og versnandi almennra lífsgæða þótt pólitíska yfirstéttin sjái um sig og sína þá er það óhjákvæmilega á kostnað alls þorra almennings. Fólks sem stritar í sveita síns andlits til að halda þessu bákni gangandi. Bænda , sjómanna, fiskverkafólks og iðn og iðnverkafólks. Er það svoleiðis þjóðfélag sem þessar kellingar vilja?  Ég bara spyr...Crying

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband