Ekki hlusta á Steinar skipstjóra!

„Það þarf að gefa sér góðan tíma í þetta og fá skip til frambúðar, vera ekki að rjúka í að fá einhvern drullukláf sem þarf að endurbæta fyrir mörg hundruð milljónir,“ segir Steinar. Hann bætir við að hönnun Landeyjahafnar sé ekki hentug til innsiglingar, en Siglingastofnun hlusti ekki.

það er sennilega óþarfi að hafa af því áhyggjur að skynsamleg lausn finnist á framtíð siglinga milli lands og Eyja.  Snillingarnir hjá Siglingamálastofnun hlusta ekki á aðra en sjálfa sig og Vegagerðin sem hefur með þennan málaflokk að gera er þekkt fyrir rangar ákvarðanir og klúður, samanber Grímseyjarferjuna Sæfara og einkavinavæðinguna þegar gamli Baldur var seldur og síðan seldur úr landi fyrir margfalt kaupverð.

Ekki veit ég hverjir eru í þessum 2 nefndum sem eiga að skila tillögum til ráðherra en skrítið er ef enginn af skipstjórum Herjólfs verður þar til ráðuneytis. Það eru mennirnir sem gleggst þekkja til eftir þá reynslu sem nú þegar hefur fengist af Landeyjarhöfn.  

Annað sem benda má á, er hvort ekki sé hægt að flýta því að koma hér á alvöru strandflutningum með þungavöru. Þannig mætti draga stórlega úr þeim flutningum með Herjólfi sem svo aftur gerði minna skip hentugan kost til að sigla til Landeyjarhafnar. Ef aðeins væri siglt með fólk og einkabíla þá væri sennilega hægt að finna grunnrista úthafsferju erlendis á viðráðanlegum kjörum. Herjólfur gæti þá nýzt í strandflutningana, en verið jafnframt til vara þegar Landeyjarhöfn lokaðist.


mbl.is Ekki endurbæta drullukláf fyrir hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhannes, af hverju að hlusta ekki á Steinar? Það er alveg rétt hjá þér með siglingastofnun, ákvarðatökur þar á bæ er stundum furðulegar, eins og það að leifa Baldri að sigli við Eyjar!

Mér líst vel á hugmyndir þínar um strandsiglingar!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Helgi, Fyrirsögnin var bara kaldhæðni hjá mér. Maður hefur á tilfinningunni að skynsemi sé ekki með í ráðum hjá íslenskum embættismönnum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2011 kl. 12:52

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er Steinar hræddur um að missa vinnuna???

Vilhjálmur Stefánsson, 14.10.2011 kl. 16:15

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 22:34

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Vilhjálmur! Heldur þú að hann hefði skrifað þessa grein ef svo er?

Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband