Eina vitið að slá af ónýtt kerfi

Efniviður í lausn á framtíð sjávarútvegsins liggur í tillögum sáttanefndar um afnotasamninga. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær.

Það verður aldrei sátt um áframhaldandi kerfi. Bara kostnaðurinn við að viðhalda þessu fáránlega kerfi nemur hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. Og það er fyrir utan þann subbuskap sem er innbyggður í svona kvótastýringakerfi. Brottkastið, utankvótasvindlið, brottkastið á frystiskipunum og síðast en ekki síst þann kostnað sem fellur á ríkið vegna byggðaröskunar og atvinnuleysis sem samþjöppun kvótans hefur í för með sér. Við eigum að hafa kjark til að hætta þessari tilraun. Fiskstofnarnir geta ekki gefið af sér nema visst aflamagn og öll rök hníga að því að kjörafli sé 400-500 þúsund tonn af þorski og meðafla með honum. Við eigum að stefna að því að veiða þetta magn í frjálsu sóknarstýringarkerfi og láta Hafró sinna vistfræðirannsóknum en ekki fiskatalningu. Sjómennirnir safna meiri og betri gögnum um fiskgöngur, afla og viðkomu heldur en Hafró nokkurn tímann. Við þurfum að líta á hafið eins og bóndinn sem byggir á landnytjum. Það þýðir ekkert að ætla sér að geyma fisk í sjónum. Fiskur þarf að éta og hvert kíló í þyngdaraukningu hjá þorski kemur til vegna þess að hann étur 3 kíló af öðrum fiskum. Þannig er ekki endalaust hægt að búast við aukningu í afla. Alla síðustu öld komu toppar og lægðir í afla en lengst af voru veidd 400-500 þúsund tonn og þess vegna á að ganga út frá því magni sem kjörafla. Síðan þarf að bregðast sérstaklega við innrás síldarinnar og makrílssins með miklu meiri veiði.

Því allt snýst þetta um æti. Það er ekki hægt að byggja upp stærri stofna ef ætið er takmarkað. Um það á hin fræðilega umræða að snúast. Ekki einhverjar dellukenningar um endalausa stækkun hrygningarstofns og friðun á smáfiski. 


mbl.is Lítið mál að klára sjávarútvegsmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur!

Afléttum oki líú, krefjumst frjálsra handfæraveiða sem leysa byggða, fátæktar

og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.10.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Aðalsteinn, en af hverju ertu ekki á sjó? Þú átt að nýta frumbyggjaréttinn og róa þegar gefur. Ef valdhafinn tryggir ekki lögbundin mannréttindi þá eiga menn að taka s+er þann rétt sjálfir.

:)

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sammála þér, ég hefði viljað sjá alla smábáta á sjó, örfáir trillukarlar eru að róa kvótalausir, það vantar fleiri hetjur,

nógu hugrakkar til að brjóta kerfið upp.

Aðalsteinn Agnarsson, 14.10.2011 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband