Löggjafinn býr til glæpamenn

rauda_hverfid.jpgMóðursýkin sem birtist okkur í umræðunni um hulduher Stígamóta, Stóru systur, finnst mér kostuleg. Og enn kostulegra er að lesa skrif karlkynsbloggara sem blogga nú margir ákaft um vændi og lýsa yfir ánægju með aðgerðir Stóru Systur. En hvað vita menn eins og  Ingimar Karl  um þau mál?  Harla lítið eftir því sem ég komst næst. Vændislögin íslensku eru afsprengi pólitískrar rétthugsunar og óheftrar forsjárhyggju sem virðist eiga hljómgrunn útí samfélaginu og sem svo aftur endurspeglast í fjölda gerræðislegra lagafrumvarpa á Alþingi.  Frumvarpa sem sum eru orðin að lögum en önnur enn á umræðustigi.  Mér finnst þetta afspyrnu slæm þróun. Löggjafinn á ekki að setja svo vitlaus og ósanngjörn lög að mönnum þyki sjálfsagt að brjóta þau. Slíkt leiðir til vítahrings lögbrota, sakfellinga og upplausnar þar sem stór hluti samfélagsins telur sig ekki þurfa að fara eftir ósanngjörnum lögum. Lögin um ljósabekkina, nektardansinn, vændislögin og tóbakslögin eru dæmi um mislukkaða lagasetningu. En skyldu Alþingismenn eitthvað hafa spáð í áhrif svona lagasetninga sem gera almenna borgara að glæpamönnum fyrir það eitt að vera ósammála þeim umboðslausa meirihluta Alþingismanna sem nú sitja á Alþingi og dunda við að búa til glæpamenn úr okkur hinum. Á þessu þingi megum við eiga von á lögum sem gera reykingar að refsiverðu athæfi, lögum sem heimila lögreglunni umfangsmikið eftirlit með almennum borgurum og lögum sem skylda fólk til að heimsækja skyldfólk á stofnunum.  Er þetta ekki dásamlegt! Bráðum verðum við svo sektuð fyrir að fara ekki á fætur á réttum tíma. Ég tek það fram að ég myndi sjálfur aldrei kaupa mér þjónustu vændiskvenna og ekki reyki ég en ég þoli ekki að löggjafinn sé að setja mér reglur um daglegt líf. Gegn því eigum að berjast af fullu afli en ekki að rífast um hvort vændi sé gott eða slæmt. Orð þorgeirs Ljósvetningagoða eru í fullu gildi enn þann dag í dag. Munið það gott fólk sem sitjið nú um skamma stund á Alþingi íslendinga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband