Að flokka rusl er lífsstíll

Staðreyndin væri sú að flestum íbúum höfuðborgarsvæðisins, utan þeirra sem leigja endurvinnslutunnur af einkaaðilum, væri ekki gefinn kostur á að flokka rusl.

Ég kannast ekki við að mér sé ekki gefinn kostur á að flokka rusl. Í sannleika þá hef ég nýtt mér grenndargáma og flokkað rusl í meira en 10 ár. Og varðandi lífrænan úrgang þá kom ég mér snemma upp moltukassa þar sem allur garðaúrgangur og allur matarúrgangur sem ekki úldnar fer og verður að bætiefni fyrir gróðurmold.  Í moltunni verður til örverumassi sem er nauðsynlegur til að auðga virkni gróðurmoldar.  Ég ákvað snemma að taka málin í eigin hendur og bíða ekki eftir einhverjum boðum að ofan. Á sama hátt og umhverfisvænar samgöngur eru lífsstíll , þá verður flokkun úrgangs líka að lífsstíl.

Á heimspekilegum nótum má segja að lífið snúist um að færa til rusl! Hvers vegna ekki að viðurkenna það og taka ábyrgð á því?  Af hverju að varpa ábyrgðinni á opinbera aðila eins og sveitarfélög eða ríki?  Auðvitað geta slíkir aðilar sett reglur sem leiðbeina, en endanleg ábyrgð hlýtur alltaf að vera hjá einstaklingnum. Og vegna þess að flokkunin fer fram inni á heimilinu þá eru engin rök sem réttlæta að taka þessa ábyrgð af fólkinu. Hvort sem um er að ræða íbúa í fjölbýli eða aðra sem nú eru að fresta þessari ákvörðun og finna upp allskonar réttlætingar.  Allt sem þarf er einbeittur vilji til að axla samfélags og umhverfislega ábyrgð.  Og ekki sakar að vera nýtinn og meðvitaður.  Því margt af því drasli sem við erum að bera heim endar oftast beint út í tunnu, þar eru umbúðir eins og plast stærsti þátturinn. Að nota umhverfisvæna innkaupapoki ætti til dæmis að vera regla en ekki undantekning. Og ef menn temja sér að skola allar plastumbúðir utan af matvöru og safna saman og skila í næsta grenndargám þá má minnka hið almenna heimilissorp um í það minnsta helming og það munar um það.

Að urða rusl ætti að vera síðasta úrræði sem gripið er til.  Fyrst hægt var að þróa efni eins og plast sem ekki eyðist á náttúrulegan hátt þá hlýtur að vera hægt að þróa aðferð til að eyða því líka á efnafræðilegan hátt. Annað eins hafa nú vísindin afrekað..


mbl.is Vísar athugasemdum Sorpu á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband