4.11.2011 | 17:00
Björgvin G. alltaf jafn hissa
Fyrrverandi hrunráðherrann Björgvin G. Sigurðsson er ennþá úti á túni. Frægastur er hann fyrir að hafa verið ráðherra án ráðuneytis þar sem honum var ekki treyst fyrir trúnaðarupplýsingum um íslenskt viðskiptalíf. Um þá pínlegu reynslu skrifaði hann bók, sem enginn nennir að lesa.
Eftir að Björgvin snéri aftur til starfa á Alþingi, í skjóli Össurar og Jóhönnu, þá hefur ferill hans einkennst af upphlaupum kjördæmapotarans, sem er að reyna að afla sér vinsælda. Lýðskrum eins og Björgvin og fleiri þingmenn Suðurlandskjördæmis eru þekktir af, skilar samt engu. Allt blaðrið sem frá þeim hefur komið varðandi HS Orku eða álversframkvæmdir í Helguvík hefur engin áhrif haft. Það eru aðrir sem ráða för. Eins er með siglingar Herjólfs í Landeyjarhöfn. Engum dettur í hug að aðkoma þingmanna kjördæmisins skipti neinu máli. Nægir að benda á auglýsingu Hrekkjalómafélagsins í haust þar sem auglýst var eftir þingmönnum kjördæmisins á gamansömum nótum.
Upp úr göngum bárust svo fréttir af fyrirhugaðri lokun Réttargæsludeildarinnar á Sogni. Þetta kom Björgvini G. mjög á óvart og tilkynnti hann landsmönnum ábúðarfullur að þessa ákvörðun yrði að endurskoða því atvinnulíf Ölfuss væri í hættu. Enn talaði Björgvin fyrir daufum eyrum. Enginn tók mark á manninum enda var um faglega ákvörðun að ræða sem stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af.
þrátt fyrir þessar endalausu hrakfarir þá er Björgvin ekki af baki dottinn. Núna ætlar hann að skipta sér af lýsingu á Reykjanesbraut! Eða eins og sagði á vef Víkurfrétta:
Fréttir þess efnis að Vegagerðin sé að slökkva á öðrum hverjum ljósastaur á Reykjanesbrautinni í sparnaðarskyni komu flatt upp á þingmenn Suðurkjördkjördæmis sem óskað hafa eftir fundi með Vegagerðinni um málið.
Þessar fregnir komu flatt upp á okkur og við erum ósátt við þennan gjörning, sagði Björgvin G Sigurðsson 1. þingmaður Suðurkjördæmis.
Ég óskaði eftir því að Vegagerðin rökstyddi þessa ákvörðun á fundi með okkur þingmönnum Suðurkjördæmis og við munum funda með þeim á þriðjudaginn. Þessa ákvörðun þarf að endurskoða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook
Athugasemdir
Hann er líklega tjóðraður við hæl þarna á túninu eins og Ingjaldsfíflið. Það fer vel á því.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 18:22
Sæll Jóhannes.
Sammála þér að Björgvin G. er einhver aumlegasti og mest brjóst um kennandi stjórnmálamaður samtíðarinnar.
Fólk mun aldrei treysta þessum snoppufríða spjátrung og lýðskrumara aftur, alveg sama þó hann hafi skipt um bæði kennitölu og númer, fengið sér nýja hárgreiðslu og þetta sífellda hrokafulla glott hans er að mestu horfið og svo þó hann sé nú enn á ný kominn í enn ein ný ARMANI jakkaföt.
ESB trúboðið er samt enn sem fyrr eitt hans hjartans mál, þrátt fyrir að ESB og EVRU samstarfið logi nú allt stafnana á milli í efnahagslegu volæði og pólitískri óstjórn.
Íslenska þjóðin á svo sannarlega skilið heilsteyptari og heiðarlegri stjórnmálamenn en þennan hörmulega lýðskrumara og tækifærissinnaða "Hrunkarl" og sannkallaðað pólitískt viðrinni og spjátrung Samfylkingarinnar
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 18:37
Björgvin G er Svarti Péturinn í Samfylkingunni. Ef menn hafa í raun áhyggjur af minnkandi trausti til stjórnmálanna, þá losa menn sig við einstaklinga eins og hann. Og það verður gert um leið og ESB draumur SF snýst upp í martröð okkar hinna. Björgvini var kippt inn á þing vegna hlýðni við forustuna, ef hann hefði verið á móti ESB aðild þá sæti hann í dag við hlið Geirs Haarde
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.11.2011 kl. 18:59
Er möguleiki að Björgvin verði að gagni og fái ljós í ljósastaurana.
Aðalsteinn Agnarsson, 4.11.2011 kl. 19:30
Strákar!! Það á aldrei að ráðast á minnimáttar!
Eyjólfur G Svavarsson, 5.11.2011 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.