25.11.2011 | 13:45
Ögmundur með allt á hreinu
Það er ástæða til að hrósa Ögmundi Jónassyni fyrir að sinna starfi sínu í samræmi við lög og reglur og í þágu þjóðarinnar. Það er ekki sjálfgefið, eins og við höfum orðið vitni að í gegnum tíðina. Ögmundur hefði getað látið undan þrýstingi frá Samfylkingarþingmönnum og ráðherrum og komist upp með það í nafni ráðherraræðisins. En sem betur fer áttaði hann sig á því hversu alvarleg atlagan var að sjálfstæði Íslands og byggði úrskurð sinn á langtímahagsmunum þeirra sem þetta land munu byggja en ekki skammtíma gróðasjónarmiðum landsölufólks. Næsta skref ráðherrans hlýtur nú að vera að girða fyrir allar frekari undanþágur í framtíðinni og afnema þessa heimild ráðherra í eitt skipti fyrir öll. Það er ekki ásættanlegt að slíkt vald sé í hendi eins einstaklings. Alþingi Íslendinga ber skylda til að axla sína ábyrgð á stjórn landsins með fullnægjandi lagasetningu án þeirra reglugerða- og geðþóttaheimilda til ráðherra, sem hefur orðið eins konar regla í lagasetningargerðinni en ekki undantekning. Ef hér hefði verið stunduð fagleg lagasetning þá þyrftum við ekki að sækja ráðherra til saka vegna afglapa í starfi. Við þurfum ekki að innleiða EES reglurnar án fyrirvara.
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27386
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Athugasemdir
Flottur!
Aðalsteinn Agnarsson, 25.11.2011 kl. 14:11
Hef eftir manni sem búið hefur í Kína í 10 ár. Það er ekki til neitt sem heitir kínverskur milljónamæringur.
Þeir sem kallast milljónamæringar, eru framlengingar á flokksapparatinu. Stjórna vissum sviðum.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.