29.11.2011 | 14:45
Árni Páll er verkfæri
Uppgangur Árna Páls, innan Samfylkingarinnar er dálítið merkilegur miðað við lífssýn hans og málatilbúnað allan. Ég myndi halda að hann ætti frekar heima innan Sjálfstæðisflokks en Samfylkingar. En það á reyndar við um fleiri þingmenn Samfylkingar eins og Magnús Orra og Sigmund Erni. En Árni Páll sker sig úr vegna þess að hann er áhrifamaður. Hann er ráðherra og framtíðarleiðtogi að sumra mati. Þess vegna verður að vera samhljómur milli gerða hans og stefnu flokksins. Svo er ekki eins og allir vita. Þess vegna riðar ríkisstjórnin til falls. Hún setti verkfæri bankamafíunnar yfir skuldavanda heimilanna og þess geldur hún nú í fylgistapi, utan jafnt sem innan þings
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.