Opinberar persónur

Ég hef hingað til ekki blandað mér í umræður um persónuleg málefni manna sem dregin hafa verið inn í umræðuna af soramiðlum og sorafréttamönnum.  Skiptir þá einu hvort viðkomandi einstaklingar hafi sjálfir veitt viðtöl eða eitthvað sem grafið hefur verið upp í gegnum slúðurkerlingar.  Ég hef lýst vanþóknun á tilfinningaklámi vissra fjölmiðlamanna þar sem ítrekað hefur verið brotið gegn persónulegri friðhelgi fólks sem er í sálarháska. Nú er í uppsiglingu eitt slíkt mál sem að mínu mati á ekkert erindi við almenning.

Opinberar persónur eiga allar sitt einkalíf og okkur varðar ekkert um þá harmleiki sem gerast innan veggja heimilanna.  Það eru til aðrar leiðir til að afgreiða slík mál og opinber umfjöllun og tilheyrandi  illmælgi og sleggjudómar gera aðeins illt verra fyrir þá sem bera slík mál á torg.

Þóra Tómasdóttir og allar þessar Stóru Systur skulda okkur skýringar. Vilja þær stuðla að því að hér verði til steingelt þjóðfélag þar sem allt kynferðislegt sé umsvifalaust stimplað sem klám og hugtakið velsæmi endurskilgreint samkvæmt þeirra brotnu ímynd?

Ég held við ættum að vanda okkur betur áður en við fremjum mannorðsmorðin samanber mál Gunnars Björnssonar og Gunnars í Krossinum. Enda er það ekki skrílsins að dæma heldur þar til gerðra dómstóla sem við höfum sammælst um að virða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband