Er þá löglegt að braska með bótasjóði?

Ef Bjarni Benediktsson sleppur við opinbera rannsókn og ákæru vegna hlutdeildar í Vafningsfléttu Glitnis og Milestone glæpagengisins, þá jafngildir það yfirlýsingu FME og sérstaks saksóknara um refsileysi Elítunnar.  Nokkuð sem mörg okkar hafa neitað að viðurkenna hingað til. Það hefur verið staðfest af Bjarna sjálfum að hann var ekki bara sendill sem fór í banka með umboð til að skrifa undir veðheimildir, heldur var hann beinn aðili að þessum gjörningi og vitorðsmaður sem stjórnarformaður N1 og stjórnarmaður í öðru félagi sem hlut áttu að málum.  Og hann veitti sjálfum sér umboð til að skrifa undir veðskjölin fyrir hönd þessara félaga.  Okkur er sagt að um bótasjóði gildi strangar reglur. Strangari heldur en um lífeyrissjóði sem máttu braska. Þess vegna bíðum við í ofvæni eftir að fá að vita hvort Bjarni sleppur.  Sérstaklega ef höfð er í huga staða hans, sem formanns stærsta stjórnmálaflokksins og verðandi forsætisráðherraefnis Flokksins. Því hvað sem líður óopinberu refsileysi elítunnar þá hangir yfir þeim sakfelling hins almenna borgara og þá gildir það sama um elítuna og almenning að það er betra að opinberir dómstólar skeri úr um sekt eða sakleysi heldur en félagar og samherjar hvort heldur er á Alþingi eða í Flokknum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband