25.2.2012 | 13:03
Það er öllum frjálst að gagnrýna
Persónulega finnst mér þessi kvörtun jafn virtrar stofnunar og Wiesenthal stofnunarinnar óskiljanleg í hvaða samhengi sem er. Ég hallast að því, að einhver íslenskur öfgazionisti, eins og Vilhjálmur Örn, sé að nota Simon Wiesenthal til að koma höggi á íslenska trúarhefð. Lestur Passíusálmanna á föstunni er löngu orðin hefð og það þarf sérstakt ofstæki og paranoiu til að lesa út úr þessum skáldskap eitthvert sérstakt gyðingahatur sem færa megi upp á nútímann. Þeir sem lesa þennan texta sjá að hann er bein tilvitnun í texta Biblíunnar á þeim atburðum sem Biblían segir frá. Hvort þessir atburðir hafi yfirhöfuð átt sér stað er allt annað mál. En ég vona bara Islendinga vegna að Páll Magnússon svari þessu bréfi á kurteisan hátt. því miður þá á hann það til að svara gagnrýni með dónaskap og ruddahætti. Sérstaklega ef gagnrýnin kemur frá ellilífeyrisþegum og þeim sem liggja vel við höggi
![]() |
Kvörtun um sálma hæpin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.