25.2.2012 | 13:25
Dæmisaga Guðbergs
Rithöfundar hugsa öðruvísi en venjulegt fólk. Þetta hélt ég að Illugi Jökulsson, af öllum mönnum, skildi manna best verandi sonur eins af okkar betri rithöfundum. Þess vegna skil ég ekki þessa væmni hans vegna nýjustu dæmisögu Guðbergs Bergssonar. Ég held ekki að Guðbergur hafi verið að hæðast að þessum strák per se, heldur noti hann þennan atburð og leggi útaf honum á þann sérstaka hátt, sem honum einum er lagið. Guðbergur er að tala um agaleysi sem brýst fram í hrekkjum, einelti og síðar flónsku og jafnvel fjármálaglæpum. Ég kaupi það því mér hefur alltaf fundist textinn hans Guðbergs vera í dæmisögustíl og ekki eiga að skiljast bókstaflega. Ég er ennþá þeirrar skoðunar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem lesið hafa Guðberg ættu að kannast við tvíræðnina og hæðnina.
Furðulegt að sumir sem maður hélt sæmilega skynsama, skuli hafa farið úr límingunum og lagt svona einstrengilegan skilning í færslu meistaranns.
hilmar jónsson, 25.2.2012 kl. 13:55
Þetta er allt feministum að kenna Hilmar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.2.2012 kl. 14:23
Það er ótrúlegt að lesa suma pistlana um Guðberg í dag.
En ókey, það er líka afskaplega skrítin stemming í þjóðfélaginu um þessar mundir.
hilmar jónsson, 25.2.2012 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.