26.2.2012 | 21:02
Sex-Workers
Í framhaldi af umræðum hjá Hilmari Jóns mundi ég eftir sjónvarpsþætti sem ég sá glefsu úr og fjallaði um félagslega kynlífsþjónustu sem fötluðu fólki í Bretlandi stendur til boða. Þetta þurfum við að taka upp og þróa þannig að kynhvötin verði viðurkennd í þjóðfélaginu og menn átti sig á að henni verður að fullnægja á heilbrigðan hátt en ekki fela og bæla niðri eins og pempíurnar, geldhænsnin og nærbuxnafemínistarnir hafa fengið framgengt. Hér á að lögleiða vændi og hafa með því eftirlit og tekjur. Það er ekki eðlilegt að þjóð sem býður heim bráðum milljón ferðamönnum skuli vera í slíkri afneitun að hér sé hægt að kaupa nánast allt nema kynlífsþjónustu. Og hvers eiga sjómennirnir að gjalda? Íslenskir og erlendir sjómenn/sjóliðar, mega víðast hvar erlendis kaupa sér vændiskonur en ekki hér á Íslandi. Það er mín skoðun að draga megi stórlega úr nauðgunum og sérstaklega hópnauðgunum ef hér væri hægt að kaupa þessa þjónustu á löglegan hátt. Og með því er ég ekki að afsaka þær nauðganir sem hafa átt sér stað. Glæpur er og verður glæpur en menn eiga líka að sinna forvörnum á þessu sviði sem öðrum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.