Peningarnir okkar!

Enginn er betur til þess fallinn að ráðstafa peningum sínum, en sá sem aflar þeirra.  Þetta ættu allir að vera sammála um hvar í flokki sem menn standa. Þess vegna svíður mér alltaf þegar ég les fréttir um sjálftöku kjörinna fulltrúa okkar, úr sameiginlegum sjóðum.  Sjálftöku sem er löngu komin úr öllu hófi.  Það virðist sama hvert litið er. Hvort um sé að tefla opinbera sjóði verkalýðsfélaga, íþróttafélaga, lífeyrissjóða, sveitarfélaga eða ríkissjóð.  Alls staðar er sjálftökuliðið að moka í sjálft sig og vini sína án athugasemda.  Nýjustu dæmin eru náttúrulega bifreiðakaup Lífeyrissjóðs VR, ferðakostnaður borgarfulltrúans Oddnýjar Sturludóttur og starfslokasamningur skólastjórans í Gerðaskóla.

Ekkert af þessum útgjöldum er hægt að flokka undir eðlileg útgjöld eða ábyrga meðferð á almannafé. Almenningur þessa lands þarf að rísa upp gegn þessari botnlausu sóun og þjófnaði liggur mér við að segja. Blóðpeninganna er nefnilega aflað með blóð og svita HINS VENJULEGA LAUNÞEGA EN ÞEIR DETTA EKKI AF HIMNUM OFAN. Heimtum af fulltrúum að þeir umgangist peningana okkar af ábyrgð og látum þá þurfa að sækja um leyfi fyrir aukakostnaði.  Og afnemum þessi arfavitlausu bílafríðindi allra.  Ríkisstjórnar, lífeyrisbófa, borgarstjórnar Reykjavíkur og fyrirtækja í opinberri eigu. Ef fólk þarf að komast milli staða í vinnunni þá á að nýta leigubíla. Að öðrum kosti eiga menn bara að reka eiginn bíl ef menn kjósa svo. Ef menn svo treysta alls ekki að fulltrúarnir fari eftir þessum tillögum þá finnst mér koma til greina að takmarka heimildir til skattlagningar við 20% af nettótekjum, í stjórnarskránni. En tillögur um það sem vantaði í frumvarpið um stjórnarskrána koma seinna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband