27.2.2012 | 21:05
Góður punktur hjá Ólafi Ragnar
Ólafur Ragnar benti á að hann væri nú þegar búinn að ávinna sér 100% eftirlaun vegna starfa sem forseti(fyrir utan allt hitt sem kennari, þingmaður og ráðherra) Þess vegna væri það í raun útlátalaust fyrir okkur að hafa hann áfram í embætti. Þetta finnst mér góður punktur. Enda ber enga brýna nauðsyn til að losna við hann. Sérstaklega ekki núna þegar við búum við þessa ríkisstjórn og þessa alþingismenn, sem vinna leynt og ljóst gegn hagsmunum lands og þjóðar. Þegar búið verður að hreinsa útaf þingi og kjósa til forystu ráðvant fólk, þá fyrst er tími til kominn að Ólafur stígi til hliðar og njóti sinna eftirlauna. Þangað til skulum við hafa Ólaf áfram á Bessastöðum. Því hann er eins og hafragrautur. Hann virkar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Án þess að víkja að innihaldi pistils Jóhannesar, furða ég mig á því hvernig ríkisstarfsmaður geti áunnið sér eftirlaun, sem samsvara 100% launum forsetans, sem eru vissulega í hærri kantinum. Þetta finnst mér með ólíkindum. Ólafur hefur aldrei unnið nema venjulega dagvinnu og hefur vissulega aldrei verið tveggja manna maki. Á sama tíma er fólkið í kringum okkur að fá þetta 200.000 í lífeyri á mánuði.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 21:47
Svona er þetta samkvæmt þessum frægu eftirlaunalögum, elítunnar Haukur. Og áunnum réttindum þeirra er ekki hægt að breyta. Það má bara skerða réttindi okkar vinnumauranna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2012 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.