Frumvarp Stjórnlagaráðs gagnrýnt -1. Kaflinn-

Einhver aðjúnkt við Háskólann, lét hafa eftir sér að það vantaði alla lögfræði í frumvarpið.  Þetta finnst mér furðuleg staðhæfing. Engu líkara en aðjúnktinn hafi alls ekki lesið þetta frumvarp. Því mér finnst eitt meginkenni þessa frumvarps vera sú staðreynd að það er endurskoðun á stjórnarskrá en ekki sáttmáli sem til grundvallar. Í frumvarpinu, er rauði þráðurinn undantekningar frá aðalreglum.  Og hvað er það annað en lögfræði.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Höldum áfram að gagnrýna.

1. Kaflinn fjallar um undirstöðurnar. En strax þar fatast mönnum flugið.Það vantar samhengið. Það vantar kaflann um Alþingið, forsetann og dómstólana.  Og hvernig velja á fulltrúa til að fara með framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald.  2. greinin er hálf vængstýfð af þessum sökum.

2. gr.
Handhafar ríkisvalds.
Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.
Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið.
Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.

Hvað eiga menn við með "önnur stjórnvöld"  og "aðrir dómsstólar"?  Svona samhengisleg röðun og óljóst orðalag á ekki að nota.  Síðan staldra ég við 4. grein

 4. gr.
Ríkisborgararéttur.
Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.
Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.

 Greinin fjallar um ríkisborgararétt og þess vegna á ekki að nota hugtakið "ríkisfang" jöfnum höndum án skýringar. Eins færi betur á því að skýra nánar hvernig ríkisborgarréttur myndast. Síðustu málsgreininni er svo algerlega ofaukið. 

5. greinin fjallar um skyldur borgaranna en í frumvarpinu er lítið um þær skyldur fjallað.

 5. gr.
Skyldur borgaranna.
Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í þessari
stjórnarskrá felast.
Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af
henni leiða.

Um skyldur stjórnvalda þarf varla að fjölyrða í grein sem varðar borgarana. Og endurtekningin á því sem þegar var á blað sett í aðfaraorðunum er leiðinleg tvítekning. Þessa grein þarf að skrifa uppá nýtt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband