Baugsmálin ekki búin

Þessi málaferli Jóns Ásgeirs snúast ekki um bókina hans Björns eða það sem var missagt í henni. Málaferlin eru bara enn ein birtingarmyndin á því hatri sem ríkir á milli ákveðins valdakjarna í þjóðfélaginu annars vegar og fjölskyldu Jóhannesar Jónssonar fyrrverandi eiganda Bónusveldisins. Þess vegna eiga menn ekkert að vera að æsa sig yfir þessum dómi. Og það skiptir í raun engu máli hvort héraðsdómur dæmir Jóni Ásgeiri einhverjar bætur.  Æra Jóns Ásgeirs er sköðuð til lífstíðar og það getur hann engum um kennt nema sér sjálfum. Bókhaldsbrot eða fjárdráttur er mjög léttvægt miðað við að setja heilt þjóðfélag á hliðina og vera valdur að því óbeint að venjulegt fólk verður nú í þúsundatali að bera skaðann bótalaust!

En siðleysingjanum Jóni Ásgeiri er líklega slétt sama um það.  Hans hugsun snýst um að ná sér niðri á erkifjandanum Birni Bjarnasyni fyrir að hafa þvælst fyrir við ránið á Íslandi.  Baugsmálin eru ekki búin


mbl.is „Dómurinn kom mjög á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband