5000 þarf til að metta 1 prest

Í lögum nr.78 1997 um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar (Ríkiskirkjunnar) er kveðið á um fjölda presta,  sem safnaðarmeðlimum er skylt að halda uppi í gegnum skattgreiðslur. En þar er einnig merkilegt ákvæði sem hljóðar svona:

Fjölgi skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 skal ríkið greiða laun eins prests til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 lækkar tala starfandi presta í 1. mgr. um einn. Sama á við um frekari fækkun.

Nú veit ég ekki hvort farið hefur verið eftir þessu ákvæði eða ekki. Alla vegana hef ég ekki séð tilkynningu frá Biskupsstofu um að  eitthvert pretsembætti hafi verið lagt niður vegna úrsagna úr þjóðkirkjunni á síðustu 15 árum. Undirritaður sagði sig úr þessum söfnuði fyrir daga þessara laga og ber þarmeð enga ábyrgð á fjölda presta en mér finnst talan 5000 merkileg sem Alþingismenn nota sem viðmiðun fyrir uppihaldi eins prests. þessi tala minnir mig á frásögn Bibíunnar af því þegar Jesú mettaði 5000 manns. Það var sennilega í fyrsta og eina skipti sem umboðsmaður Guðs hefur mettað fjöldann.  Allar götur síðan hafa prestar verið ómagar á vinnandi fólki. Fyrst í gegnum tíundina og núna í gegnum skatta og útsvör. En að það þurfi 5000 skattgreiðendur til að greiða 1 pokapresti fyrir þjónustu sem fæstir hafa beðið um eða notfæra sér er dæmi um ranglæti kirkjuskipunar í landinu. Það er löngu kominn tími til að við endurskoðum þessi ákvæði um ríkiskirkjuna og notum skattféð í samneyzlu en ekki í einkaneyzlu einnar stéttar sem þar fyrir utan hafa alltaf verið ómagar á öllum samfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband