14.3.2012 | 07:13
Ónýtur Seðlabanki og peningamálastefna
Einhvern veginn treysti ég ekki þessari sérfræðinga umræðu sem nú er í gangi um stöðu krónunnar. Mér finnst hún litast af eintómum hagsmunum en ekki raunhæfu mati á þeim kostum sem eru í boði. Ef Seðlabankinn var ónýtur undir stjórn Davíðs Oddssonar þá er hann ekki síður ónýtur undir stjórn Más Guðmundssonar. Báðir eru þeir pólitískt ráðnir til að fylgja peningamálastefnu viðkomandi ríkisstjórnar. Munurinn er nákvæmlega enginn. Hér ríkir engin stefna! AGS smellti hér á gjalfeyrishöftum og það var síðan hlutverk Más og hans teymis að losa þau höft í fyllingu tímans en það er greinilegt að hann kann engin ráð til þess. Og það er vegna þess að hann er pólitískt handvalinn af Jóhönnu Sigurðardóttur til að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar um inngöngu í ESB og upptöku evru. Þetta er staðreynd málsins og við skulum fara að tala um hlutina eins og þeir eru en ekki eins og okkur er sagt að þeir séu.
Ég er bara leikmaður og skil kannski ekki hina djúpu speki sem fræðingar vilja klæða umræðuna í en nóg skil ég samt til að sjá að það er ekki krónan per se sem er vandamálið heldur gengi hennar miðað við helstu viðskiptagjaldmiðla. Fyrir hrun var gengið líka vandamál en bara í hina áttina, þökk sé heimskulegri hávaxtastefnu þáverandi Seðlabankastjórnar. En þarf þetta að vera svona? Þarf gengi pínulítils hagkerfis að vera undir í spákaupmennsku markaðsaflanna? Af hverju má gengið ekki vera fast? Og ef gengi má vera fast, hvað mælir þá á móti að kaupgengi sé annað heldur en sölugengi? Ef menn vilja kaupa sér útlendan gjaldeyri þá á bara að verðleggja hann nógu hátt. Það á ekkert að banna mönnum að kaupa svo framarlega sem til er gjaldeyrir til að versla með.
Hvernig við háttum gjaldeyrisviðskiptum með krónuna kemur engum við. Þeir sem eiga við okkur viðskipti gera það í sínum eigin myntum hvort sem er. Og öll lán sem við tökum erlendis greiðum við í gjaldeyri. Hvert er þá vandamálið? Jú vandamálið eru fjármagnseigendur og heimskir Íslendingar sem vilja frekar eyða sínum krónum í innflutt frekar en heimalagað, sólarferðir frekar en sumarfrí á Hornströndum og svo framvegis. Því auðvitað er gjaldeyrir takmarkaður. Þökk sé ónýtum Seðlabanka þá komast útflytjendur upp með að skipta ekki gjaldeyrinum, sem þeir fá í íslenskar krónur. Þetta hefur tíðkast lengi og er á allra vitorði en samt er þetta látið viðgangast.
Margir tala spekingslega um erlenda fjárfestingu og bölva þá gjarnan krónunni og höftunum. En ég sé ekki hvað krónan kemur því máli við. Sorrý bara. Ef menn eru tilbúnir að fjárfesta þá hlýtur það að vera okkar hagsmunamál að arðurinn verði eftir hér á landi og gagnist okkar hagkerfi en sé ekki fluttur út jafnóðum eins og nú á sér stað með vexti og verðbætur sem útlenskir fjármagnseigendur eru að fá. Af hverju er þeim ekki boðið að fjárfesta í staðinn fyrir Nupo?
Ef menn hætta að einblína á upptöku annars gjaldmiðils og einhenda sér í að móta aðferðir til að nota hér krónu áfram þá veit ég að það er hægt. Hættum að hlusta á hagsmunaöflin sem vilja krónuna feiga. Hvort sem það eru esb sinnar eða fjárfestar með lífeyrissjóðsfurstana í fararbroddi. Ef við getum ekki haldið úti frjálsum gjaldmiðli þá getum við ekki haldið uppi fullveldi. Þetta tvennt er samtvinnað. Og fullvalda þjóð setur sínar eigin gjaldmiðlareglur. En auðvitað gætum við tekið þátt í myntsamstarfi ef sá kostur byðist. Það þyrfti ekki að þýða upptöku annars gjaldmiðils. Þvi hvað eru gjaldeyrisskiptasamningar annað en myntsamstarf. Af hverju er ekki hægt að þróa slíkt samstarf betur?
Mín skoðun er sú að við eigum að fjármagna okkur innanlands. Allt tal um lánshæfismat skiptir bara engu meðan við þurfum ekki að taka erlend lán. Við eigum fulla skápa af peningum sem liggja bara og eru ekki í vinnu. Komum böndum á banka og lífeyrissjóði og þá verður krónan ekkert vandamál. Óvinir krónunnar eru þeir sem vilja hagnast á gengismuninum. Þannig er það með örmyntir sem sveiflast á markaði. Við hljótum að geta tryggt okkur fyrir slíkri spákaupmennsku með alvöru myntsamstarfi
Óttast veikingu krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:22 | Facebook
Athugasemdir
Ekki er ég hagfræðingur heldur og stunda ekki bísness. En ef kalt er í veðri klæðist ég m.a. húfu og trefli og er alveg sama hvort einhverjum Havaíbúum eða Balíum finnst þessi klæðnaður hlægilegur. Ef við Íslendingar erum svo vitlausir að við þurfum gjaldeyrishöft þá notum við náttúrlega gjaldeyrishöft. Alveg sama þótt einhverjir ennþá meiri bjánar úti í heimi hlæi
Aðaalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.