16.3.2012 | 07:41
Bönnum þá líka stjórnmálaflokkana
Eru ekki allir sem brjóta gegn reglum samfélagsins glæpamenn? Er það í verkahring lögreglu að skilgreina hvað séu glæpasamtök og hvað séu ekki glæpasamtök? Persónulega þá held ég að samfélaginu standi meiri ógn af stjórnmálamönnum í jakkafötum heldur en fitubollum í leðurgöllum.
Mistök að setja ekki bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega! Hjartanlega sammála þér.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 08:51
Eru skipulögð glæpasamtök ekki bönnuð ?!? Jeez.
Jonsi (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 09:40
Enn svo lengi hefur enginn stjórnmálamaður/kona sagað fingur af, nauðgað eða brotið hnéskeljar á fólki eða ég hef ekki heyrt þá frétt. Það má nú segja margt um pólutíska landslagið á Íslandi, en það toppar nú ekki Helvítisenglanna og aðrar dreggjar þjóðfélagsins.
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 10:41
Jóhanna...
"Enn svo lengi hefur enginn stjórnmálamaður/kona sagað fingur af, nauðgað eða brotið hnéskeljar á fólki eða ég hef ekki heyrt þá frétt."
Hvar hefur þú eiginlega verið...? Það er hægt að beita ýmiskonar ofbeldi án þess að meiða og skaða líkamlega...
Eða er þannig ofbeldi þér kannski þóknanlegt...? Að setja þjóðfélagið hausinn, valda félgaslegum glundroða o.sv.fr... ef svo er þá hugsar þú þetta á mjög uppbyggilegan hátt...
Sævar Óli Helgason, 16.3.2012 kl. 13:35
Ég set ekki stjórnmálamenn og Hells Angels í sama flokk. Málið er dautt.
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 14:05
Barnaleg afstaða.
Bloggari Jóhannes hefur greinilega ekki búið í Suður Svíþjóð þar sem þessar bleyður vaða uppi í nafni jafnræðis og frelsis.
Ef þú hefðir eins og ég vaknað oftar en einu sinni við sprengingar inni í miðri borg og unnið við að sinna þessum "góðborgurum" eftir skotbardaga. Þá mundir þú ekki láta svona vitleysu út úr þér opinberlega.
Bestu kveðjur
Björn Geir
Björn Geir Leifsson, 16.3.2012 kl. 15:25
Stjórnmálamenn hafa sem sagt aldrei staðið fyrir sprengingum? Hergagnaframleiðslan í Svíþjóð er bara notuð í saumaklúbbum?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 17:17
Takk fyrir líflegar athugasemdir. Björn og Jóhanna virðist samt ekki átta sig á því að við getum auðveldlega komið lögum yfir handrukkara og eiturlyfjasala en það er erfiðara að eiga við pólitíkusana. Og við eigum að fara varlega í að veita lögreglu þær heimildir sem þeir falast eftir. Ef það verður gert er stutt í lögregluríkið þar sem réttindum borgaranna verður markvisst fórnað til að tryggja öryggi elítunnar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.3.2012 kl. 19:34
Mér skylst að það kallist "Demoside" þegar ríkisstjórnir stunda manndráp...og er gróf söguleg tala 260-270.000.000 Þeir eru lang fremstir í ónáttúrulegum dauðsföllum!
Lifið heil...kv. Andri
Andri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 00:09
Fólk ætti að kynna sér vinnubrögð löggunnar áður en það hlustar á siðblinda atvinnulygara eins og Stefán, og reyna að gera sér grein fyrir hvers konar pakk lætur eftirfarandi viðgangast og biður svo um meiri heimildir:
Ég hef fengið nokkrar heimsóknir frá lögreglu og verð að segja að mér þykir vinnulag lögreglunnar orðið mjög furðulegt. Það er furðulegt að þeir geti ruðst inn á heimili mitt, án heimildar, snúið öllu á hvolf og berháttað mig,
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/kona-i-hafnarfirdi-osatt-eftir-rassiu-15-logreglumenn-ruddust-inn-sneru-ollu-a-hvolf-og-berhattudu-mig
Ríkislögreglustjóri telur sig ekki hafa forsendur til að víkja lögreglumanni tímabundið frá störfum þó fyrir liggi að hann er til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota gegn stúlkubarni. Þetta er annað málið á einu ári þar sem lögreglumaður er kærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri...
Þær upplýsingar fengust hjá lögreglustjóranum (Stefáni)að hann teldi sér heldur ekki heimilt að víkja manninum frá störfum, og vísaði alfarið á ríkislögreglustjóra.Fréttastofa greindi frá því í liðinni viku að starfandi lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni í garð tíu ára stúlku.
http://www.visir.is/logreglumanni-sem-grunadur-er-um-barnanid-ekki-vikid-fra-storfum/article/2011111118794
Fólk mætti fara að spurja sig hvort
1) þarna séu á ferðinni mjög veikir menn, sbr ýmis hneyksli varðandi Kirkjuna, og hvort það sé í fína lagi að halda kjafti yfir þessu, og að ekkert sé gert?
2) Er hægt að réttlæta að þetta fólk fái að starfa áfram án þess að það sé innra eftirlit með því? Haldið þið að það sé tilviljun að lögreglan er skíthrædd við innra eftirlit?
magus (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 02:01
Persónulega þá held ég að samfélaginu standi meiri ógn af stjórnmálamönnum í jakkafötum heldur en fitubollum í leðurgöllum.
Vissulega þá er skaðinn vegna efnahagshrunsins miklu meiri en Hells Angels hefðu geta valdið....og það voru spilltir Alþingismenn og aðrir þjónar ríkisins sem sáu um það. Fyrst ákveðnir Alþingismenn eru svo spenntir fyrir forvirkum heimildum þá ættu við kannski að biðja viðkomandi um að semja annað frumvarp varðandi forvirkar heimildir og innra eftirlit með Alþingi, Fjármálaeftirlitinu....
Sérstaklega mikilvægt þar sem þetta er mest megnis sama Pakkið á Alþingi nú og fyrir hrun, og því stafar meiri hætta af þeim en öðrum skipulögðum glæpagengjum...
magus (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.