Blaðamannafundurinn

Ég horfði á útsendingu frá blaðamannafundi Steingríms og Jóhönnu á Vísi.  Veit ekki hvort fleiri miðlar sáu ástæðu til að senda út beint.  En það sem vakti athygli mína var að aðeins 2 fjölmiðlamenn komu undirbúnir til þessa fundar og spurðu spurninga.  Aðrir sátu bara og hlustuðu eins og nemendur að hlusta á kennara eða söfnuður að hlusta á spámann.  Er nema von að almenningur sé illa upplýstur fyrst fjölmiðlamenn eru svona illa upplýstir eða áhugalausir um helsta ágreiningsmál í íslenskri pólitík undanfarin 25-30 ár.  Ég spái því að þetta mál muni ekki fá mikið rými í fréttum ríkisfjölmiðilsins.  Og ég spái því líka að frumvarpið muni ná fram að ganga án teljandi andstöðu á Alþingi.  Hvað svo sem Steingrímur heldur fram þá klúðraði hann málinu algerlega. Kvótagreifarnir fá áfram að braska með kvótann næstu 20 árin og margir munu nota tækifærið og selja sig út úr greininni.  Og þeir sem munu kaupa fá þá að draga kaupverðið frá stofni hins sérstaka veiðigjalds svo útkoman verður harla rýr fyrir ríkissjóð.  Enda er kerfið orðið svo flókið að aðeins færustu endurskoðendur munu kunna  að fóta sig í því. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband