Kastljósið í kvöld

Gögn Kastljóss á RÚV tengd umfjöllun um útflutning sjávarafurða varð til þess að Seðlabankinn með aðstoð Embættis sérstaks saksóknara og tollstjóraembættisisins gerði húsleit á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun. Grunur leikur á að fyrirtækið hafi gerst brotlegt gegn ákvæðum laga um gjaldeyrisviðskipti.

Þetta er inntak greinar sem birtist á vef Viðskiptablaðsins í morgun.  Að gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sé svona arfaslakt kemur ekkert á óvart.  Að það þurfi fyrirspurn utan úr bæ til að menn ranki við sér og muni til hvers þeir voru ráðnir í vinnu er hins vegar grafalvarlegt.  Ég er örugglega ekki sá eini sem hef talað um augljós svik í gjaldeyrisskilum sem bara blasa við og undrast athafnaleysi gjaldeyriseftirlitsins.  Ég meira að segja skrifaði pistil um þetta 14. mars.  Þar sem ég velti upp mögulegum aðgerðum. Í pistlinum sagði ég orðrétt:

Í dag er víða pottur brotinn og menn stinga því í eigin vasa sem geta.  Ég efast ekki um að flóðgáttir uppljóstrara myndu gefa sig fram ef yfirvöld borguðu mönnum fyrir að upplýsa um svona svik.  Þar þarf helst að kanna þá sem starfa í greinum, sem höndla með gjaldeyri beint.  En það eru helst ferðaþjónustan/veitingabransinn og sjávarútvegsfyrirtækin.  Skýrslur sýna að þrátt fyrir mikla aukningu túrista þá aukast tekjurnar ekkert.  Menn eru að fabúlera í því sambandi að líkleg skýring sé að hver túristi eyði minna en ég ætla að fullyrða að skýringin er sú að atvinnurekendurnir eru bara ekkert að skila þessum gjaldeyri til Seðlabankans.  En eins og allir vita þá eru 2 gjaldskrár víðast í gangi,  ein fyrir Íslendinga og önnur fyrir útlendinga.  Velkomin til Kúbu norðursins!  En svo eru það öllu stórtækari gjaldeyrissvik sem fiskseljendur stunda.  Þau eru stunduð með ýmsu móti.  Gámafiski er skotið undan.  Útgerðir eiga sölufyrirtækin erlendis og gefa ekki upp rétt verð og svo eru það þessir stóru sem eiga móðurfélög erlendis eða dótturfélög og sem engin leið er að fylgjast með.  Samherji,  Sjólaskip , Grandi og hvað þau heita öll, sem eru með starfsemi erlendis og hér heima.  Fyrst Seðlabankinn gat ekki afstýrt gjaldeyrisbraski strákgutta úr boltanum þá er varla hægt að ætlast til að hann sjái við alþjóðlegum auðhringum með her skattasniðgöngulögfræðinga og endurskoðenda á sinni launaskrá.  Hlutur sjávarútvegs er miklu meiri í útflutningstekjunum heldur en hagtölur gefa til kynna, hann bara skilar sér ekki hingað heim.  Að yfirvöld skuli ekki fylgjast betur með er vítavert.

Ætli einhver hafi lesið þennan pistil og tekið til sinna ráða?Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband