2.4.2012 | 19:26
kjosa.betrireykjavik.is
Það er ástæða til að hrósa Besta Flokknum fyrir að auka beint lýðræði borgarbúa með beinni aðkomu að framkvæmdaákvörðunum í borginni. Þótt ekki sé um stórar upphæðir að ræða þá er ferlið mjög lýðræðislegt. En það sem mér finnst samt merkilegast við þessa tilraun, er kosningafyrirkomulagið. Að kjósa rafrænt með persónuskilríkjum er framtíðin. Og þegar búið er að ná tökum á þessari aðferð þá opnast möguleiki á beinu lýðræði við stjórn landsins án aðkomu forsetans. Með rafrænum kosningum eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að kjósa um. Við gætum meira að segja hæglega kosið um allar 112 greinar frumvarps stjórnlagaráðs, en ekki bara þessar takmörkuðu spurningar Stjórnskipunar og Eftirlitsnefndarinnar. Ég hef margoft talað um nauðsyn á að taka upp rafrænar kosningar og nefnt sem möguleika að nota heimabankaauðkennið, en þessi leið sem betrireykjavik er að þróa er ekki síðri. Næsta skref verður væntanlega að setja ákvæði um rafrænar kosningar inní nýju stjórnarskrána. Því við hljótum að stefna að bindandi kosningum í framtíðinni og raunverulegu beinu lýðræði en ekki ráðgefandi kosningum eins og nú er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.